Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 204
176
BÚNAÐARRIT
nefnd til að endurskoða jarðræktarlögin. Hann var for-
maður stjórnskipaðrar nefndar, sem var falið að endur-
skoða nýbýlalögin 1957, og einnig stjórnskipaður í nefnd
til að undirbúa ræktun lioldanauta. Hann átti um all-
langt skeið sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins. Margt
fleira mætti nefna, en þetta nægir til að sýna traust það,
sem til Þorsteins var borið, fórnfýsi lians og félagshyggju,
að því ógleymdu, að liann var samvinnumaður af liug-
sjón og sannfæringu. Fyrir störf sín hlaut Þorsteinn
margs konar viðurkenningu. Hann var kjörinn beiðurs-
félagi Biinaðarfélags Islands, sæmdur riddarakrossi liinn-
ar íslenzku Fálkaorðu og einnig Dannebrogsorðunni. Þor-
steinn var fjölhæfum gáfum gæddur, ágætlega ritfær og
snjall í rnáli, söngmaður mikill og söngstjóri ágætur.
Hann var glæsilegur í sjón, bjartur yfirlitum og íturvax-
inn. Kona Þorsteins var Ágústa Jónsdóttir frá Gröf í
Bitru í Strandasýslu. Hún lifir mann sinn. Þorsteinn
lézt 11. október 1974.
Gu&mundur Jónsson, bóndi, Ljárskógum. Hann var
fæddur að Ljárskógum í Dalasýslu 24. júní árið 1900.
Foreldrar bans voru li jónin Anna Hallgrímsdóttir, B jarna-
sonar frá Laxárdal í Hrútafirði, og Jón Guðmundsson,
bóndi í Ljárskógum, Guðmundssonar frá SkorravíkáFells-
strönd, kvæntur Sólveigu Jónsdóttur, Bergþórssonar, Ljár-
skógum, Þórðarsonar Jónssonar, Ljárskógum. Jón, faðir
Guðmundar, var fjölliæfur gáfumaður, lærður gullsmiður
og ljósmyndari og stundaði hvort tveggja. Auk þess var
hann bóndi og landsfrægur sem refaskytta og brautryðj-
andi í refarækt. Guðmundur var elztur systkina sinna, og
á honum bvíldu snemma bústörfin. Ungur nam bann
ljósmyndagerð hjá föður sínum og einnig refarækt og
grenjavinnslu. Hann var einn vetur við nám í Hjarðar-
holtsskóla bjá séra Ólafi Ólafssyni og auk þess virkur
þátttakandi í Ungmennafélaginu Ólafi Pá. Hann var
bóndi í nær 30 ár, fyrst ráðsmáður hjá móður sinni og