Búnaðarrit - 01.01.1975, Side 413
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 385
K. Hnota 68-162 Lýðs Magnússonar í Húsavík er heima-
alin, f. Hólmi 65-240, m. Spjálk 109. Hnota er livít,
kollótt, vöðvaþétt og útlögumikil, með ágæta lærvöðva,
en vantar meiri fyllu aftan til á malir, með rétta fætur
og allgóða fótstöðu. Afkvæmin eru livít, þau veturgömlu
liyrnd, hin kollótt, ærnar þéttholda og með góð læra-
hold. Hringur er holdgóður I. verðlauna hrútur. Gimbr-
in er vel gerð og kjötmikil, en um of kjúkulöng. Lítil
reynsla er komin á dætur, þó virðast þær ekki verulega
frjósamar. Hnota hefur verið frjósöm og farsæl afurðaær.
Hnota 68-162 lilaut II. vor&laun fyrir afkvœmi.
L. 64-76 Guðjóns Jónssonar á Gestsstöðum er heimaalin,
f. Lubbi 61-185, er hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi 1968,
sjá 82. árg., hls. 540, m. Sperrt 38. Hún er hvít, kollótt,
langvaxin og sterkleg ær, með trausta fætur og góða
fótstöðu. Afkvæmin eru hvít, kollótt, sum gul á haus og
fótum, þéttvaxin og sterkbvggð. Glárnur er vel gerður
fram, en grófur á rnalir, linur í lærum og opinn upp
í klofið, lömbin þroskalítil, enda ntóðir nú einspen, en
gimbrin er vel gerð. Dæturnar eru frjósamar og efnilegar
afurðaær. 76 hefur verið ágætlega frjósöm, mylk gernl-
ingur, einu sinni einlemhd, annars alltaf tvílembd, og
skilað ágætum afurðum.
64-76 hlaut II. verSlaun fyrir afkvœmi.
Arneshreppur
Þar voru sýndir 4 hrútar og 7 ær með afkvæmum, sjá
töflu 3 og 4.
Tafla 3. Afkvæmi hrúta í Árneshreppi
1 2 3 4
A. Faðir: Bjartur* 132, 4 v 111.0 116.0 25.0 133
Synir: 2 hrútar, 2 v, I. v .... 105.0 114.0 25.5 131
Hængur, 1 v., I. v 80.0 102.0 23.0 134
4 hrútl., tvíl 44.8 80.8 20.2 120
25