Búnaðarrit - 01.01.1975, Blaðsíða 410
382
BÚNAÐARIÍIT
A. Vina 64-250 Björns H. Karlssonar á Smáhömrum er
lieimaalin, f. Gráni, m. Hvöt 87. Vina er hvít, hyrnd, jafn-
vaxin og vel gerð, með miklar útlögur og þaninn brjóst-
kassa. Afkvæmin eru 4 livít, eitt grátt, tvö liyrnd og þrjú
kollótt. Þau líkjast mjög móður að gerð, nema gimbrin,
sem er með djúpan, en ekki útlögumikinn brjóstkassa.
Fantur er lioldgóður I. verðlauna hrútur og dæturnar
frjósamar afurðaær. Vina lilaut að meðaltali 6,3 afuröa-
stig árin 1972 og 1973.
Vina 64-250 hlaut I. verSlaun fyrir afkvœmi.
B. 63-329 Björns á Smáhömrum er lieimaalin, f. Lokkur
59-108, m. 155, sem lilaut III. verðlaun fyrir afkvæmi
1962, sjá 77. árg., bls. 236. 329, er hvít, kollótt, virkja-
mikil, hollöng og hraust ær. Afkvæmin eru livít, kollótt,
líkjast móður að gerð, með sterka fælur og góða fótstöðu.
Fífill hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi á þessu hausti,
en hrútlambið er ekki hrútsefni. Dæturnar eru frjósamar
afurðaær og yngri ærnar vel gerðar. 329 lilaut að meðal-
tali 6,6 afurðastig árið 1972 og 1973.
63-329 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
C. Ljósbrá 65-358 sarna eiganda var sýnd með afkvæmum
1970 og 1972, sjá 86. árg., bls. 451. Veturgömlu ærnar
eru þroskamiklar, með væna dilka, en eru lieldur grófari
en eldri ærnar. Blakkur hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi
á þessu hausti, og dæturnar eru frjósamar og farsælar
afurðaær. Ljóshrá lilaut að meðaltali árin 1972 og 1973
9,25 afurðastig.
Ljósbrá hlaut öSru sinni I. verðlaun fyrir afkvœmi.
D. HeiSbjört 67-378 sama eiganda er lieimaalin, f. Prúður
64-200, er hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi 1968, sjá 82.
árg., bls. 538, m. 280. Heiðbjört er hvít, kollótt, svart-
dröfnótt á liaus, virkjamikil og sterkleg ær, með góða
fótstöðu. 6 vetra ærin er vel gerð, sú veturgamla kröflug
og þroskamikil, en grófgerðari, hrútlambið þroskamikið,