Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 7
Skýrsla
um störf Búnaðarfélags íslands 1988
Stjórn félagsins
Stjórn félagsins, sem kjörin var af Búnaðarþingi 1987, er þannig skipuð:
Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi á Tjörn, formaður, Magnús Sigurðsson,
bóndi á Gilsbakka, varaformaður, og Steinþór Gestsson, fyrrverandi
alþingismaðurog bóndi á Hæli, ritari. Varamenn þeirra eru: Jón Helgason,
alþingismaður á Seglbúðum, Sigurður Þórólfsson, bóndi í Innri-Fagradal,
og Siggeir Björnsson, bóndi í Holti.
Endurskoðendur félagsins eru Sigurður J. Líndal, bóndi á Lækjamóti,
kosinn af Búnaðarþingi, en varamaður hans Bjarni Guðráðsson, bóndi í
Nesi, og Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri, stjórnskipaður.
Stjórnin hélt á árinu 26 fundi og bókaði 248 ályktanir og afgreiðslur mála.
Starfsmenn og starfsgreinar
Hér verður getið starfsfólks Búnaðarfélags íslands og þeirra breytinga, sem
orðið hafa á starfsliði þess á árinu.
Nánar kemur fram í starfsskýrslum hér á eftir að hvaða störfum hver og
einn hefur unnið.
5