Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 16
Framlögfrá Framleiðnisjóði landbúnaðarins til þróunarstarfsemi fengust
sem hér segir:
Tilleiðbeiningaogþjálfunarráðunautaíloðdýrarækt..........................kr. 1.300
Tilþróunarítölvunotkunogbændabókhalds ...................................kr. 2.500
Vegnastarfaráðunautaríloðkanínueldi .....................................kr. 250
Vegna þróunarstarfa í fiskeldi...........................................kr. 250
Samstarfsnefndir og nefndir sem vinna að framgangi einstakra mála.
Markaðsnefnd landbúnaðarins mun fáa fundi hafa haldið á árinu.
Sigurgeir Þorgeirsson, sauðfjárræktarráðunautur, var endurskipaður í
nefndina á árinu.
Nefnd til að endurskoða lög um innflutning búfjár, sem var skipuð af
landbúnaðarráðherra 1987, lauk störfum og skilaði frumvarpi til nýrra laga
um þetta efni um miðjan nóvember s.l. Jónas Jónsson starfaði í nefndinni
tilnefndur af B.í.
Nefnd til að gera tillögur um skipan leiðbeiningaþjónustunnar. Skipuð af
landbúnaðarráðherra í október 1987 og skilaði bráðabirgðaáliti, sem kom
fyrir Búnaðarþing 1988. Eftir það var henni falið að starfa áfram m.a. í ljósi
álits þingsins. Hún lauk störfum í nóvember. Alit hennar hefur verið sent
búnaðarþingsfulltrúum. Frá B.í. störfuðu í nefndinni þeir Jón Viðar
Jónmundsson og Magnús Sigsteinsson.
Milliþinganefnd til að hafa umsjón með gerð heildaráœtlunar um þróun
landbúnaðarins til nœstu aldamóta.
Búnaðarþing kaus í nefndina þá Egil Jónsson, Sigurð Þórólfsson og Svein
Jónsson. Frá Stéttarsambandi bænda voru tilnefnd Guðmundur Stefáns-
son, Guðrún Aradóttir og Þórólfur Sveinsson. Sveinn Jónsson var kosinn
formaður nefndarinnar, en Þórólfur Sveinsson verkefnisstjóri og Guðrún
Aradóttir ritari. Nefndin hefur haldið þrjá fundi og safnað hefur verið fyrir
hana ýmsum upplýsingum. Hún mun skila Búnaðarþingi skýrslu.
Milliþinganefnd til að gera tillögur um framtíðarskipan félagskerfis
landbúnaðarins var skipuð í samræmi við ályktun Búnaðarþings. (Mál 16 og
21). Stjórn B.í. tilnefndi Magnús Sigurðsson í nefndina, stjórn Stéttarsam-
bands bænda Hauk Halldórsson og á fundi með formönnum búnaðarsam-
bandanna, sem haldinn var 9. apríl, var Gunnar Sæmundsson kosinn í
nefndina. Nefndin hefur haldið nokkra fundi og mun verða greint frá
störfum hennar á þinginu.
Milliþinganefnd til að vinna að endurskoðun búvörulaganna í samvinnu
við fulltrúa frá Stéttarsambandi bænda. (Samanber mál nr. 28). í nefndina
voru kosnir: Hermann Sigurjónsson, Bjarni Guðráðsson og Stefán Hall-
dórsson. Ályktunin var send Stéttarsambandi bænda. Það hefur ekki
tilnefnt fulltrúa í nefndina.
14