Búnaðarrit - 01.01.1989, Blaðsíða 19
stofnun landbúnaðarins eru aðilar að samtökunum. Samskipti við þau
annast Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur.
Samband nautgriparæktenda á Norðurlöndum (NÖK). Búnaðarfélag
íslands hefur stutt samtökin lítillega. Jón Viðar Jónmundsson er formaður
íslandsdeildar.
Samband unnenda íslenskra hesta (FEIF). Búnaðarfélag íslands er ásamt
Landssambandi hestamanna formlegur aðili að sambandinu. L.H. annast
mest af samskiptunum.
Fræðslustarfsemi o.fl.
Fræðslu- og leiðbeiningastarfsemi var með svipuðum hætti og áður.
Ráðunautar greina hver frá sínu sviði.
Búnaðarþáttur var fluttur reglubundið hvern mánudag. Ólafur R. Dýr-
mundsson annaðist þáttinn þar til í október að Gunnar Guðmundsson tók
að sér umsjónina. Frá miðju ári hætti Ríkisútvarpið að greiða fyrir umsjón
með þáttunum eða flutning þeirra og tók B.í. að sér að kosta umsjónina, en
viðkomandi stofnanir greiða fyrir flutning erinda.
Ráðunautafundur B.í. og Rala var haldinn dagana 8.-12. febrúar.
Umsjón með fundinum höfðu Árni Snæbjörnsson, Gunnar Guðmundsson
og Óskar ísfeld Sigurðsson frá B.í. Frá Rala Bragi Líndal Ólafsson,
Jóhannes Sigvaldason ogTryggvi Gunnarsson. Flutt voru 49fræðsluerindi á
fundinum og var hann mjög fjölsóttur.
Námskeið. Nokkur námskeið voru haldin á vegum B.í. fyrir loðdýra-
bændur og ráðunauta í loðdýrarækt ýmist á vegum B.í. eða í samvinnu við
bændaskólana. B.í. átti aðild að námskeiðum í loðkanínueldi, sem haldin
voru á Hvanneyri. Ráðunautar gera nánari grein fyrir námskeiðahaldi hver
á sínu sviði.
Formannafundur búnaðarsambandanna
Fundurinn var haldinn að venju daginn fyrir Búnaðarþing, að þessu sinni
21. febrúar. Aðalefni fundarins voru nú „vandi loðdýrabænda“, framsögu
hafði Ari Teitsson, ráðunautur, og „lífeyrismál starfsmanna búnaðarsam-
bandanna“, en framsögu um það hafði Gunnar Hólmsteinsson, skrifstofu-
stjóri. Búnaðarmálastjóri aðstoðaði við undirbúning fundarins.
Útgáfustarfsemi
Búnaðarfélagið gefur reglubundið út eftirfarandi rit:
1. Búnaðarritið,
2. Frey í samvinnu við Stéttarsamband bænda,
3. Handbók bænda,
4. Nautgriparæktina,
5. Sauðfjárræktina,
6. Hrossaræktina,
7. Ársskýrslu Búreikningastofu landbúnaðarins.
Sérstök fræðslurit voru ekki gefin út á árinu.
2
17