Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 30
áttum þátt í að segja til um gerð girðingarinnar og fylgdumst með
árangrinum með hjálp heimamanna. Nánar er greint frá þessari tilraun í
Frey nr. 21/88, en áfram verður fylgst með árangrinum næsta vor.
A haustmánuðum vann ég við samkomulag, sem gengið var frá við
Hafrannsóknastofnun um rannsókn á dauða æðarfugls í grásleppunetum og
verður svæðið frá Breiðafirði til Húnaflóa rannsakað. Þetta er framhald
rannsókna frá 1987, sem Æðarræktarfélagið kostar að hluta.
Mikið er nú spurt um landhelgi jarða og friðlýsingu æðarvarpa, m.a.
vegna ásóknar grásleppuveiðimanna. Reynt hefur verið að leysa úr þeim
málum, m.a. í samráði við viðkomandi sýslumenn, en mjög misjafnt er
hversu vel þeir sinna því að friðlýsa æðarvörp.
Eins og mörg undanfarin ár hafa ýmsir stundað uppeldi æðarunga og
gengið vel, enda komin veruleg reynsla í því efni. Misjafnt er hins vegar með
endurheimtur, þó er enn ekki komin nægjanleg reynsla á þær.
Víða um land hefur tekist góð samvinna á milli æðarræktardeilda,
heilbrigðisfulltrúa og sveitarfélaga um aðgerðir til fækkunar á flugvargi,
enda víða mjög brýnt að taka betur á þeim málum.
Allvíða hefur það sýnt sig, að gerð tjarna, hólma og þurrkun lands (ef
bleyta er mikil) laðar æðarfugl að og bætir skilyrði á flestan hátt. Á
nokkrum stöðum hef ég sagt til um slíkar aðgerðir.
Ásamt stjórn ÆÍ var leitað tilboða í gerð kynningarmyndar um æðardún.
Samið var við Þumal hf. um gerð myndbandsins og verður það notað til
kynningar erlendis. ÆÍ ber allan kostnað af gerð myndbandsins.
Ég hef séð um félagaskrá og reikningshald fyrir ÆÍ.
Á árinu svaraði ég ýmsum fyrirspurnum um nýtingu annarra hlunninda í
fjarveru hlunnindaráðunautar.
Ég þakka bændum, stjórn og félögum í ÆÍ, starfsfólki BÍ og öðru
samstarfsfólki ánægjulega samvinnu á árinu.
Árni Snæbjörnsson
28