Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 37
Þær kýr að 2. ættlið, sem enn eru til, verða allar felldar á næsta ári til að
rýma fyrir kvígum af yngri ættliðum, þótt flestar séu þær stæðilegir gripir.
Gert hafði verið ráð fyrir, að sæði úr elzta nautinu að fjórða ættlið kæmi á
markaðinn á árinu, en sæðistaka tókst ekki. Tvö naut af sama ættlið eru nú
komin í gagn, og verður sæði úr þeim til sölu á Nautastöðinni á Hvanneyri
frá ársbyrjun 1989. Eitt naut til viðbótar af sama ættlið, ætti að verða
kynþroska í vor. Útsent sæði úr Hríseyjarnautum frá Nautastöð félagsins til
dreifingarstöðva var árið 1988 6125 skammtar, allt úr nautum að þriðja
ættlið. Sala á holdanautasæði frá Nautastöðinni á árununt 1979-1987 nam
að meðaltali á ári 11% af seldum skömmtum, var 11,8% árið 1988.
Ég hef talið sanngirnismál, að Búnaðarfélag Islands jafnaði verð á sæði úr
Hríseyjarnautum og nautum Nautastöðvar félagsins og stuðlaði þannig að
hagfelldari framleiðslu nautakjöts jafnframt því, sem kjötgæði mundu
batna neytendum íhag ogallirframleiðendursitja viðsama borð. Erindi um
þetta sendi ég stjórn félagsins, sem lagði málið fyrir Búnaðarþing, en það
felldi tillöguna.
Ég kom á þrjá fundi Kynbótanefndar á árinu til að skýra frá, úr hvaða
Hríseyjarnautum sæði væri til boða á hverjum tíma. Jafnframt eru teknar á
fundum þessum ákvarðanir um endurnýjun á birgðum af Gallowaysæði á
Nautastöðinni í stað þess, sem notað hefur verið, og ákveðið, hvort fleygja
eigi sæði úr nautum af eldri ættliðum og einstöku yngra nauti.
Varðveizla og framrœktun Gallowaykynsins í landi. Ekki mun í frum-
varpi til fjárlaga 1989 gert ráð fyrir fjárveitingu fremur en endranter til að
skapa aðstöðu til framræktunar Gallowaykynsins í landi. Hefur ríkisvaldið
komið sér hjá því að framfylgja þeirri lagaskyldu í áratug. Hins vegar ntun
nefnd sú, er landbúnaðarráðherra skipaði á sínum tíma til að endurskoða
lög um innflutning búfjár, hafaskilað áliti í frumvarpsformi. Vísast um það í
skýrslu búnaðarmálastjóra. Verði frumvarpið að lögum ogfjármagn veitt til
framkvæmda, mun skapast aðstaða til að flytja frjóvguð egg úr Hríseyj-
arkúm í fóstrukýr í landi og því hægt að mynda þar hjarðir, sem á hverjum
tíma yrðu á sama ræktunarstigi og hjörðin í Hrísey. Tryggt þarf að vera, að
hjarðir þessar verði varðveittar. Rætt hefur verið um Gunnarsholt í þessu
sambandi, en með flutningi frjóvgaðra eggja (frjóvísa) í stað sæðis yrði
myndun hjarða annars staðar samhliða gerð auðveldari. Framkvæmdin yrði
einfaldari og ódýrari og gripir hreinræktaðir frá byrjun. Nokkrir bændur
hafa sýnt áhuga á að koma sér upp hreinræktuðum Gallowaystofni og halt
samband við ntig eða Einangrunarstöðina í því skyni. Aðeins einn þeirra
heimsótti ég á árinu.
Fyrirlestrar ogritstörf. Á ráðunautafundi, sem haldinn var ífebrúar, flutti
ég erindi um stefnu í nautakjötsframleiðslu, sérstaklega af ungneytum, og
ræddi ónýtt svigrúm til framleiðslu kjötgripa undan mjólkurkúm. í sant-
bandi við erindið útbýtti ég fjölrituðu yfirliti, sem ég hafði tekið saman um
35