Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 43
SkýrslaJóns Viðars Jónmundssonar
Ég starfaði árið 1988 aðeins að hluta í starfi
hjá Búnaðarfélagi íslands. Starf mitt var
einnig að hluta hjá Framleiðsluráði landbún-
aðarins. Þessi skipting starfa leiðir til þess að
samband mitt við bændur og ráðunauta verð-
ur mjög mikið þó að á stundum kunni að vera
óljóst fyrir hvaða stofnun sé verið að starfa,
sem mér virðist raunar litlu skipta þegar verið
er að vinna að málefnum landbúnaðarins.
Verkefni mín hjá Framleiðsluráði tengjast
mest ýmsum þáttum, sem lúta að fullvirðis-
rétti í mjólkur- og dilkakjötsframleiðslu.
Þessu fylgir óhjákvæmilega mikið af símtöl-
um við bændur og ráðunauta vítt urn land.
Nautgriparæktin
Skýrsluhaldið. Umfangsmesta verkefni Búnaðarfélagsins á sviði naut-
griparæktarinnar tengist úrvinnslu á skýrslum nautgriparæktarfélaganna.
Þessi vinna er öll á mínum höndum. Árið 1987 voru skýrslufærðar kýr hjá
824 búum samtals 23952 kýr, en reiknaðar árskýr voru 18442,2. Þetta er
nokkur fækkun á kúm frá árinu 1986, en það ár komu fleiri kýr á skýrslur hjá
nautgriparæktarfélögunum en nokkru sinni áður. Ég tel þó ekki ástæðu til
að óttast að um samdrátt í skýrsluhaldinu sé að ræða, heldur spegla þessar
tölur þá fækkun mjólkurframleiðenda og mjólkurkúa, sem nú á sér stað hér
á landi. Nauðsynlegt er að gera átak til að auka enn þátttöku bænda í þessu
starfi, þar sem það er og verður undirstaða alls þess, sem unnið verður í
nautgriparæktinni hér á landi. Við verðum þar að ná því marki að 70-80 %
mjólkurkúnna séu skýrslufærðar. Því marki hefur verið náð hjá ýmsum
nágrannaþjóðanna og raunar þegar hér á landi í þeim héruðum, þar sem
þátttaka í þessu starfi er almennust.
Meðalafurðir eftir árskú árið 1987 reyndust 3986 kg af mjólk. Kjarnfóð-
urgjöf var til jafnaðar 532 kg á hverja árskú á þeirn búum, þar sem
kjarnfóðurgjöf er skráð. Þetta eru meiri afurðir en nokkru sinni áður hér á
landi, en kjarnfóðurgjöf hefur enn minnkað og var nú minni en um langt
árabil. Þessar niðurstöður benda því til mjög hagkvæmrar mjólkurfram-
leiðslu á árinu 1986. Fullyrða má að aldrei áður hafi verið framleidd jafn
41