Búnaðarrit - 01.01.1989, Qupperneq 45
1988 var lokið dómi á þeim nautum Nautastöðvarinnar, senr fædd voru árið
1981. Þetta er stærsti árgangur nauta, sem til þessa hefur komið til dóms eða
samtals 22 naut. Þrjú naut voru valin til notkunar, þau Magni 81005, Dreki
81010 og Tvistur 81026. Einnig voru valin til áframhaldandi notkunar
eftirtalin naut: Reykur 81002, Hólmur 81018, Kóngur 81027 og Jötunn
81029.
Arið 1986 vár tekin upp sú nýbreytni að verðlauna árlega það bú, sem
hefði lagt Nautastöðinni til besta nautið í hverjum árgangi. Ur hópi nauta,
sem dómur féll um árið 1988, var Tvistur 81026 það naut sem efst stóð.
Tvistur var fæddur á sínum tíma hjá félagsbúinu að Læk í Hraungerðis-
hreppi. Verðlaunaskjöldur var afhentur á fundi í nautgriparæktarfélagi
Hraungerðishrepps þann 21. mars. Þess má geta að Tvistur hlaut 15
kynbótastig, sem er hæsta stigagjöf, sem naut hefur fengið síðan byrjað var
að reikna kynbótastig.
Nefndin annast einnig endanlegt val á þeim nautum, sem flutt eru frá
Uppeldisstöðinni að Nautastöðinni á Hvanneyri. Þetta val nautanna fer
fram um það bil þegar þau hafa náð eins árs aldri og fer fram á öllum þrern
fundum nefndarinnar.
Nautastöðin. Diðrik Jóhannsson gerir í starfsskýrslu sinni grein fyrir
starfi Nautastöðvar Búnaðarfélags Islands. Það starf gekk með ágætum á
árinu. Sigurmundur Guðbjörnsson fjallar í sinni skýrslu um starfsemi
Uppeldisstöðvarinnar. í minn hlut fellur að taka endanlega ákvörðun um
þá kálfa, sem stöðinni bjóðast, hvort þau skulu þangað flutt, og annast ég
bréfaskriftir til Sauðfjársjúkdómanefndar vegna flutnings kálfanna. Fram-
boð nautkálfa á árinu 1988 var mjög jafnt og gott þrátt fyrir það að
nautsmæðrum hafði verið fækkað um nær þriðjung vegna breytinga við
útreikning á afurðaeinkunn kúnna í árslok 1987.
SauSfjárræktin
Skýrsluhaldið. Ég sá að miklum hluta um úrvinnslu á skýrslum fjárrækt-
arfélaganna eins og unr árabil. Uppgjöri á skýrslum frá árinu 1987 var ekki
endanlega lokið fyrr en í ágúst. Sigurgeir Þorgeirsson mun gera grein fyrir
niðurstöðum skýrsluhaldsins, en segja má, að þó að smávegis fækki fé, sem
skýrslufært er, þá er sú fækkun aðeins brot af þeirri stórfelldu fækkun fjár,
sem átt hefur sér stað hér á landi á síðustu árum.
Heldur meira barst af skýrslum frá vorinu 1988 til uppgjörs á síðast liðnu
sumri en áður og nú fengu allir þeir bændur lambabækur fyrir haustið. Hið
jákvæða við þá breytingu, að gefa bændunr kost á uppgjöri tvisvar á ári er,
að fyrst og fremst eru það stærri fjárbúin, sem hafa notfært sér hana.
Skýrslur frá haustinu fóru síðan að berast til uppgjörs í byrjun nóvember
og um jól var lokið uppgjöri á öllum skýrslum, sem þá höfðu borist. Voru
43