Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 50
Fallþungi og flokkun dilkakjöts 1987 og 1988
Flokkur Hlutfall (%) Meðalfallþungi, kg
1988 1987 1988 1987 1988 1987
DI-ÚRVAL DI 7,99 0,40 14,46 14,81
DI-A DI 77,25 85,55 14,27 14,61
DI-B DII-0 7,21 6,91 17,97 18,21
DI-C DII-00 1,04 1,06 19,59 19,52
DII DII 3,99 4,88 10,64 11,47
DIII DIII 1,00 1,02 9,00 9,63
DIV DIV 0,07 0,09 9,84 10,42
DX 1,20 13,47
DXX 0,16 12,50
Úrkast 0,08 0,09 8,61 11,37
Innlagt 1988: 658.861 skr. 9.379.894 kg
Heimtekið, óflokkað: 11.084 skr. 171.878 kg
Samtals 1988: 669.945 skr. 9.551.772 kg
annars staðar á Vestfjörðum. Hrútasýningar hófust 25. september og lauk
19. október. Þátttaka í sýningunum var víðast hvar góð og margar
sýningarnar glæsilegar. Á Snæfellsnesi var haldin héraðssýning, þó aðeins
vestan varnargirðingar. Var það mál manna að sú sýning mundi einhver sú
sterkasta, sem haldin hefði verið. Það sem e.t.v. var þó óvenjulegast við
sýninguna var, að þrír efstu hrútarnir voru allir fæddir á sama bæ, Mávahlíð
í Fróðárhreppi, og allir undan sama hrút, Vin 80-841, sem notaður var á
Sæðingarstöðinni á Möðruvöllum. Afkvæmasýningar voru fáar og dæmdi
ég alla hópa á Vestur- og Norðvesturlandi, en Ólafur G. Vagnsson í
Eyjafirði.
Afkvæmarannsóknir fóru fram í Borgarfirði, á Snæfellsnesi, í Dalasýslu,
á Ströndum, í Vestur-Húnavatnssýslu, Eyjafirði, Þingeyjarsýslum, Vestur-
Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu og Árnessýslu. Auk mín önnuðust kjöt-
mælingar Stefán Sch. Thorsteinsson, Gunnar Þórarinsson, Jón Viðar
Jónmundsson og Ólafur G. Vagnsson. Þátttaka í afkvæmarannsóknum
eykst nú heldur með ári hverju og er það vel. Eftir að farið var að fitumæla
föllin verður það æ ljósara, að þetta er makvissasta aðferðin, sem við nú
höfum vald á til að velja gegn óæskilegri fitusöfnun fjárins. Hins vegar er
brýnt að vaka yfir þróun þeirrar tækni, sem notuð er sums staðar erlendis til
að mæla fitu- og vöðvaþykkt á lifandi fé. Til þessa heíur sú tækni ekki þótt
nægilega nákvæm til að nýtast í kynbótum, en þróunin erör áþessu sviði, og
vonandi er þess ekki langt að bíða, að slík tækni verði tiltæk við val
ásetningslamba.
Fjárrœktarfélög og skýrsluhald. Sem fyrr annaðist Jón Viðar Jónmunds-
son að mestu tölulegt uppgjör á skýrslum fjárræktarfélaganna. Skýrslur
bárust frá 1030 aðilum og voru skýrslufærðar ær 183.734 alls á árinu 1987.
48