Búnaðarrit - 01.01.1989, Qupperneq 52
árangri má ná í kynbótum fyrir breyttum vefjahlutföllum fjárins, ef
markvisst er unnið. Alls fóru 12 dagar í þessar fundarferðir. Að venju sótti
ég á árinu fjölda funda í Reykjavík, misjafnlega gagnlega.
Utanlandsferðir. Dagana 15.-19. júní sótti ég fund sauðfjárræktarráðu-
nauta áNorðurlöndum (Internorden), sem haldinn vará Öland í Svíþjóð. A
þessum fundi eins og öðrum slíkum voru rædd helstu viðfangsefni á sviði
rannsókna og leiðbeininga í sauðfjárrækt á Norðurlöndum, svo og gerð
grein fyrir stöðu búgreinarinnar í hverju landi. Þessi fundur var fræðandi og
í alla staði gagnlegur.
Að loknum fundinum í Svíþjóð fór ég á eigin vegum til Parísar og sat þar
3. heimsráðstefnu um sauðfjár- og holdanautarækt dagana 21.-23. júní.
Fundurinn var mjög sterkurfræðilega, ekki síst ásviði kjötgæða, æxlunarlíf-
eðlisfræði og sjúkdóma.
Nefndarstörf og önnur störf. Ég gegni formennsku í kynbótanefnd
sauðfjárræktar og sit í Markaðsnefnd landbúnaðarins tilnefndur af B.I. Sú
nefnd kom sjaldan saman á árinu, en mikilvægustu verkefni á vegum hennar
voru kynningar á lambakjöti.
í nóvember var ég tilnefndur af Rala í stjórn Minningarsjóðs dr. Halldórs
Pálssonar, búnaðarmálastjóra, en hún hélt sinn fyrsta fund á árinu.
Þá vann ég fyrri hluta ársins í starfshóp, sem skipaður var af Framieiðslu-
ráði landbúnaðarins til að athuga kjötmat. Við skiluðum í júní ýtarlegri
skýrslu um rannsókn á nýtingargildi mismunandi gæðaflokka dilkakjöts og
fleiri athuganir, sem gerðar voru varðandi framkvæmd kjötmats. M.a. var
bent á, að útreikningur sláturkostnaðar væri óhagstæður framleiðslu á
þungum dilkaskrokkum, sem í raun greiða niður kostnað við léttari lömbin.
Ein veigamesta ábendingin varðaði þó reglur um flokkun í fituflokka, þar
sem sýnt var fram á, að sveigjanleg fitumörk, sem tækju mið af vaxtarlagi og
vöðvafyllingu, tryggðu betra og réttlátara kjötmat. Framleiðsluráð mælti
með tilheyrandi breytingum við landbúnaðarráðuneytið, en illu heilli
komust þær ekki til framkvæmda, m.a. að ég hygg vegna andstöðu
yfirkjötmatsmanna.
í septemberbyrjun var haldið tveggja daga kjötmatsnámskeið, þar sem ég
leiðbeindi ásamt fleirum.
Samhliða starfi mínu hjá B.í. er ég í 75% starfi hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins.
Ég þakka bændum, héraðsráðunautum og ekki síst samstarfsfólki mínu í
Búnaðarfélagi íslands ágætt samstarf á árinu.
18. janúar 1989,
Sigurgeir Porgeirsson
50