Búnaðarrit - 01.01.1989, Side 55
stofnverndarframlag á ásetta geit kr. 1.400. Að venju fengu allir geitaeig-
endur send skýrslueyðublöð, en í samræmi við búfjárræktarlögin fá aðeins
þeir geitaeigendur framlag, sem senda Búnaðarfélagi íslands fullgildar
skýrslur. Eg aðstoðaði fáeina geitaeigendur við útvegun á höfrum í samráði
við Sauðfjárveikivarnir, því að skyldleiki er orðinn bagalega mikill í sumum
hjörðunum.
Búnaðarþátturinn. Ég hafði umsjón með búnaðarþætti ríkisútvarpsins til
1. október. Á árinu 1988 urðu þættirnir undir minni umsjón 37 að tölu, sem
skiptust í 24 viðtöl og 13 erindi. Efnið var fjölbreytilegt að vanda. Hinum
fjölmörgu, sem lögðu mér lið, færi ég bestu þakkir. Nú sem fyrr var
samstarfið við starfsfólk ríkisútvarpsins með ágætum.
Útgáfa markaskráa. Auk þeirra umfangsmiklu starfa, sem tengdust setu
minni í Markanefnd, hafði ég umsjón með samræmdri útgáfu markaskráa í
öllu landinu árið 1988, en prentun þeirra flestra var lokið fyrir áramót. Átti
ég mikið og ánægjulegt samstarf við alla markaverði landsins og fjöimarga
markaeigendur. Tölvudeildin vann merkt brautryðjendastarf við skráningu
markanna og tölvusetti allar markaskrárnar, og var það til mikils hagræðis
fyrir alla, sem hlut áttu að máli. í undirbúningi er útgáfa landsmarkaskrár.
Önnur störf. Sem fyrr aðstoðaði ég nokkra erlenda gesti, sinnti bréfa-
skriftum vegna samskipta við Búfjárræktarsamband Evrópu og veitti
námsfólki fyrirgreiðslu af ýmsu tagi. Töluvert var um bréfaskriftir vegna
fyrirspurna um útflutning á íslensku sauðfé og geitum, aðallega frá
Bretlandi, og hafði ég samráð við yfirdýralækni um þau mál. Útlendingar
sækjast eftir íslenska fénu vegna mislitu ullarinnar, hún virðist eftirsótt til
heimilisiðnaðar. Á ferð minni í Póllandi kom í ljós, að þar er mislit ull í
hávegum höfð. Sama saga verður ekki sögð um þau viðhorf, sem nú ríkja í
íslenskum ullariðnaði, og sú spurning hlýtur að vakna hvort hinir sérstæðu
eiginleikar íslensku ullarinnar séu nýttir sem skyldi. Að venju yfirfór ég
drög að fjallskilareglugerðum, sem bárust til umsagnar frá landbúnaðar-
ráðuneytinu. Lögð voru drög aö bók til minningar um dr. Halldór Pálsson,
sem ég ritstýri ásamt Sigurgeir Þorgeirssyni, en meginefni hennar er
fræðilegar ritgerðir, sem við og fleiri erum höfundar að. Búnaðarfélag
fslands og Rannsóknastofnun landbúnaðarins munu gefa út bókina. Minn-
ingarsjóðurinn, sem greint var frá í síðustu starfsskýrslu, hefur eflst mjög á
liðnu ári, stjórn hans hefur verið skipuð og verið er að ganga frá skipulags-
skránni. Á seinni hluta árs sat ég í nefnd starfsfólks Búnaðarfélags íslands,
sem átti viðræður við landbúnaðarráðherra, aðstoðarmann hans og þrjá
alþingismenn vegna erfiðrar stöðu félagsins og uppsagna ráðunauta þess,
en þær voru dregnar til baka í árslok. Skömmu fyrir jól sótti ég tveggja daga
tölvunámskeið fyrir starfsfólk Búnaðarfélagsins. Þess má geta, að í frítíma
kenndi ég æxlunarlíffræði við Búvísindadeildina á Hvanneyri, leiðbeindi
einum nemanda þar við aðalverkefni, flutti nokkra fyrirlestra um búfjár-
53