Búnaðarrit - 01.01.1989, Síða 57
Hrossaræktin
1. Skýrsla Þorkels Bjarnasonar.
Mér sýnist rétt, er ég ræði um starfsemi
hrossarœktarsambandanna, að láta töflu þá,
sem hér birtist, ráða mestu um upplýsingar
frá starfseminni. Þar sést, hve margir stóð-
hestar hafa verið notaðir árið 1987 og folöld
fædd 1988, frjósemi, framlög o.fl. Öll sam-
böndin stóðu að kynbótasýningum á sumr-
inu, þar sem dómar féllu um ýmsa stóðhesta
þeirra og fleiri.
Hér koma upplýsingar um kaup og sölu
hrossaræktarsambandanna á árinu eftir því,
sem ég best veit.
Porkell Bjarnason
Seldir stóðhestar:
Skór. 823 frá Flatey seldur Hrossaræktarfélagi A.-Skaftfellinga.
Þröstur‘908 frá Kirkjubæ seldur Sveinbirni Benediktssyni, Krossi, A,-
Landeyjum.
Júpiter 851 frá Sauðárkróki seldur Guðmundi Sveinssyni, Bakka, Borg-
arfirði eystra.
Högni 884 frá Sauðárkróki, felldur.
Geisli frá Akureyri, nýkeyptur, var geltur, reyndist smár og þroskalítill
og annað eistað ýmist uppi eða niðri.
Keyptir stóðhestar:
Stjarni frá Melum, Strand., keyptur af Hrs. Vesturlands og Hrs. V.-
Húnvetninga á rúmar 2 milljónir.
Máni 949 frá Ketilsstöðum, S.-Múl., og Kári frá Grund, Hrunamanna-
hr., Árn., keyptir af Sunnlendingum, hvor um sig á kr. 2 milljónir.
Andri, rauðblesótt hestfolald frá Kirkjubæ, f. Dagfari, Kirkjubæ, m.
Andrometa 6441, á kr. 60 þús., og brúnt hestfolald frá Sveini á Sauðár-
króki, f. Glæsir, Sauðárkróki, m. Gnótt 6000, Sauðárkróki, á kr. 150 þús.,
bæði keypt af Hrs. A.-Húnavatnssýslu.
55