Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 59
Námskeið í kynbótadómum var haldið 15.-16. apríl á vegum B.í. og
Hvanneyrarskóla með þátttöku Búvísindadeildar í huga. Námskeiðið sátu 6
nemar úr skólanum og um 15 aðrir, flestir í viðbótarnámi eftir námskeið á
Hólum í fyrra. Skipulag námsefnis og kennslu önnuðust Magnús Lárusson,
Kristinn Hugason, Víkingur Gunnarsson, Sigurður Oddur og undirritaður.
Mikið af efninu var það sama og haft var í fyrirrúmi við námskeiðahald
Hólaskóla s.l. vetur. Ingimar Sveinsson, kennari, sá um hestakost o.fl.
Reiðhöllin. Þar voru haldnar þrjár sýningar með kynbótahrossum: 4.-6.
mars, 6 stóðhestar og 10 hryssur, 9.-10. apríl, 6 stóðhestar og 7 hryssur og
7.-8. maí voru 6 stóðhestar og 9 hryssur.
Þeir, sem vildu sýna, buðu hrossin fram eða ég leitaði eftir þeim. Þóttu
mörg hrossin athyglisverð.
Almennafundi um hrossarækt héldum við Kristinn Hugason í Borgarnesi
9. febrúar, áSelfossi 10. febrúarogíFáksheimilinuíReykjavík 11. febrúar.
Allgóða aðsókn fengum við frá 60-80 manns og var skemmtilegast í
Borgarnesi, en erfiðast á Selfossi.
Alls kom ég á 20 fundi víða um land, flutti erindi, oft með myndasýningu,
í hrossaræktarfélögum, hestamannafélögum og skólum. Þá sat ég 15
nefndarfundi af ýmsu tagi.
Að lokum þakka ég öllum samstarfsmönnum mínum við dómstörf o.fl.
og Kristni Hugasyni margháttaða samvinnu, búnaðarmálastjóra, stjórn
Búnaðarfélagsins og samstarfsfólkinu þar fyrir ánægjuleg samskipti.
24. janúar 1989,
Þorkell Bjarnason
57