Búnaðarrit - 01.01.1989, Blaðsíða 67
12134 grísum voru notaðar til að ákveða hámark fitu á miðjum hrygg og yfir
bóg í hinum ýmsu kjötflokkum.
Markmið þessara nýju kjötmatsreglna er að koma til móts við kröfur
neytenda og kjötiðnaðarmanna um fituminna kjöt. Hér fara saman hags-
munir svínabænda og neytenda, þar sem það þarf 5-6 sinnum meira fóður til
að framleiða 1 kg af fitu (ca. 8000 kcal) en 1 kg af kjöti (1300-1400 kcal) ef
nægileg vaxtargeta er fyrir hendi. Einnig geta svínabæ'ndur framleitt
samkvæmt þessum kjötmatsreglum fitulitla grísi með fallþunga frá 60 kg og
þar yfir án verðfellingar og þannig nýtt sér hagkvæmasta eldisskeiðið, en
það er þegar grísirnir eru 90—105 kg þungir. Samkvæmt þessum nýju
kjötmatsreglum fer svínakjötið, sem neytendur og kjötiðnaðarmenn sækj-
ast mest eftir og um leið hagkvæmasta framleiðslan hjá svínabændum, í
kjötflokk Grís I.
Akvæðið um hámarksfituþykkt yfir bóg er sett til að koma í veg fyrir að
svínabændur geti slakfóðrað feita grísi rétt fyrir slátrun og komið þeim
þannig í verðmætari kjötflokk. Kjöt og fita af grísum, sem hafa verið í
afleggingu síðustu vikurnar fyrir slátrun, er ekki vinsælt hjá neytendum og
kjötiðnaðarmönnum.
6) I samvinnu við fæðudeild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins voru
gerðar sýrustigs- og hitamælingar á rúmlega 2000 grísum samtímis fitumæl-
ingum. Með einföldum sýru- og hitastigsmælingum á vöðvum eftir slátrun
má greina „streitukjöt“ frá venjulegu kjöti. Streita í svínum er háð erfðum
og kemur einkum í ljós við þjösnalega meðferð á svínunum rétt fyrir slátrun.
í nágrannalöndu.num er streita í svínum mikið vandamál og mikil áhersla
hefur verið lögð á að útrýma þessum erfðagalla. Útbreiðsla streitu er mjög
misjöfn í hinum ýmsu svínakynjum. Það eru einkum fitulítil og vöðvafyllt
svín, sem hafa þennan erfðagalla og m.a. þess vegna hefur tíðni streitu
aukist allmikið síðari ár. Einnig er fyrirhugað í samvinnu við fæðudeild
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins að gera bragðprófanir og mælingar á
magni androstenons í kjöti ógeltra grísa og athuga nýtingarhlutfall svína-
skrokka (skiptingu í kjöt, bein, fitu o.s.frv.). Ógeltir grísir hafa meiri
vöðvafyllingu og minni fitu en geltir grísir. Auk þess hafa tilraunir sýnt að
ógeltir grísir hafa 6-9% betri fóðurnýtingu og um 7% meiri vaxtarhraða en
gyltugrísir og geldingar. Ef það tækist að auka vaxtarhraða íslenskra grísa,
þannig að þeir næðu 90 kg þyngd á 5,5-6 mánuðum eins og algengt er í
nágrannalöndunum, þá á að vera tiltölulega auðvelt að minnka galtarbragð
í kjöti með markvissu úrvali og kynbótum. Arfgengið fyrir galtarbragði er
mjög hátt eða um 50%.
I samvinnu við Sigurð H. Richter á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði
að Keldum hefur verið safnað blóðsýnum frá allmörgum svínabúum um leið
og fitumælingar og sýrustigsmælingar eru framkvæmdar. Markmið þessara
rannsókna er að kanna tíðni og útbreiðslu frumdýra af ættkvíslunum
5
65