Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 70

Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 70
þessum búum voru dýrin, bæði refir og minkar, gegnum gangandi feit og allvíða of feit. Nokkuð bar á „hippers“. Að sjálfsögðu var stærð dýranna breytileg, en víðast hvar viðunandi og þaðan af betri. Þegar litið er yfir árið, sem er að líða, má þrátt fyrir allt segja að árangur í fóðurgerðinni sé þokkalegur og mér virðist hann fara batnandi. Sama gildir raunar um fóðrun og hirðingu dýranna. í ársbyrjun hóf Leif Jakobsen störf sem tæknilegur ráðgjafi fóðurstöðv- anna. Ráðningartími hans var eitt ár og starfið kostað af Framleiðnisjóði landbúnaðarins, en skipulagningu þess hafði ég með höndum í samvinnu við forráðamenn fóðurstöðvanna og héraðsráðunauta á hverju svæði. Framan af árinu ferðaðist hann um landið, heimsótti fóðurstöðvarnar auk þess sem hann ásamt héraðsráðunautum heimsótti loðdýrabændur, aðal- lega byrjendur með mink. Vegna veikinda var Leif frá vinnu frá apríllokum og fram í miðjan október, en frá þeim tíma og til áramóta vann hann aðallega við lífdýraflokkun. Vegna forfalla hans svo og vegna áðurnefndra kringumstæðna hjá fóðurstöðvunum varð mun minna úr vinnu hans hjá þeim en fyrirhugað var. I seinni hluta febrúar tók ég þátt í námskeiði í loðdýrarækt fyrir ráðunauta á vegum Búvísindadeildarinnar á Hvanneyri. Námskeiðið heppnaðist í alla staði ágætlega og var vel sótt. Anægjulegt var að sjá þar mætta til leiks héraðsráðunauta, sem fram til þessa hafa lítið getað gefið sig að leiðbeiningum í loðdýrarækt. Segja má að nú séu nær öll búnaðarsam- böndin í landinu með einhverjar leiðbeiningar í loðdýrarækt. Eins og vikið er að framar átti loðdýraræktin, einkum refaræktin, við mikinn vanda að etja á árinu. Hann má að verulegu leyti rekja til verðfalls á skinnum, stórfelldra innlendra kostnaðarhækkana og þungra fjármagns- byrða, en einnig var hann af manna völdum. Eftir að fyrstu skinnauppboð- um ársins lauk og verðið lá fyrir, virtist rekstrarafkoma bænda, einkum refabænda, svo slæm, að samtök þeirra óskuðu eftir opinberum fjárstuðn- ingi til þess að forða greininni frá hruni. Til þess að gera tillögur til lausnar á meintum vanda störfuðu á árinu a.m.k. tveir vinnuhópar, sem starfsmenn Búnaðarfélagsins áttu aðild að, og ein nefnd þingmanna úr stjórnarflokkun- um. Endanlegar tillögur að lausn fólust m.a. í beinum rekstrarstyrkjum úr Framleiðnisjóði til refabænda, skuldbreytingu á lausaskuldum refabænda hjá Stofnlánadeild og fjárútvegun frá Byggðastofnun til að leysa fjárhags- vanda fóðurstöðvanna. Þessar aðgerðir voru allar framkvæmdar ef frá er talin fyrirgreiðsla Byggðastofnunar við fóðurstöðvarnar, sem ekki náði fram að ganga nema að hluta. Fjárhagsstaða fóðurstöðvanna nú er því ákaflega slæm og með öllu óljóst um framtíðarrekstur þeirra. Vegna ofangreindra aðgerða unnust miklar umræður í fjölmiðlum um málefni loðdýrabænda um miðbik ársins. Höfuðeinkenni þeirra var afar takmörkuð þekking fréttamanna á viðfangsefninu og almennt neikvætt 68
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.