Búnaðarrit - 01.01.1989, Side 77
Fyrst var almenn umfjöllun um fiskeldi, stööu þess í Skotlandi, tækninýj-
ungar og markaðsmál. Að því loknu komu erindi um urriða- og regnboga-
silungseldi.
Voru það reyndir eldismenn frá Bandaríkjunum, Norður- írlandi,
Englandi og Skotlandi, sem sögðu frá reynslu sinni. í lok þessa hluta voru
síðan flutt erindi um ýmsar tækninýjungar, sem auðvelda þetta eldi. Næsti
hluti ráðstefnunnar fjaliaði um eldi á skelfiski og ýmsum öðrum sjávarlífver-
um.
Síðasti hluti ráðstefnunnar fjallaði um laxeldi, og var sérstök áhersla lögð
á umfjöllun um myndun sölu- og markaðssamtaka, afkomu í skosku laxeldi
og leiðir til að bæta hana. Einnig voru flutt erindi um Iaxeldi í Kanada og
Bandaríkjunum og tæknibúnað í tengslum við vatnsmeðhöndlun fyrir
seiðaeldisstöðvar.
Ég var mjög ánægður með sýninguna og ráðstefnuna og tel mig hafa lært
þar margt nýtt. Eftir sýninguna í Inverness fórum við í þriggja daga ferðalag
til að skoða fiskeldisstöðvar. Segja má að Skotland hafi verið vagga
strandeldisstöðva, en þar voru tvær slíkar stöðvar reistar fvrir um 20 árum.
Heimsóttum við þær báðar og að auki sjö aðrar stöðvar mismunandi að gerð
og stærð. Var það mjög Iærdómsríkt að sjá þessar stöðvar og einnig að ræða
við forsvarsmenn þeirra. Vil ég hér með þakka stjórn félagsins fyrir að gera
okkur kleift að fara í þessa ferð. Slíkar ferðir eru nauðsynlegur þáttur í
leiðbeiningaþjónustunni.
Þær auka þekkingu okkar og reynslu, í þeim er stofnað til sambanda við
menn með mikla reynslu í greininnni og það vakna margar nýjar hugmynd-
ir.
Til þess að vera betur í stakk búnir til að miðla þeirri vitneskju og reynslu
er við öðluðumst í þessari ferð tókum við fjölda mynda, litskyggnur og
myndbönd, á fiskeldissýningunni og á stöðvunum.
Starfi að markaðsmálum var haldið áfram í samvinnu við Auðunn B.
Ólafsson hjá Markaðsnefnd landbúnaðarins og Útflutningsráði íslands.
Einnig hefur verið stofnað til samstarfs við tvö fyrirtæki, sem hafa reynslu í
sölu eldisfisks, Sölustofnun lagmetis og Fiskeldisfyrirtækið Smára, Þorláks-
höfn, en það fyrirtæki er eitt um að hafa reynslu í sölu og útflutningi
sjóeldisbleikju hér á landi.
Er nú tilbúin áætlun fyrir markaðsathugun fyrir ferskvatnseldisbleikju í
Evrópu og í Bandaríkjunum. Verður hún framkvæmd 1989, ef nægilegt
fjármagn fæst. Ég legg á það mikla áherslu að svo verði og tel það raunar
algjört frumskilyrði fyrir þróun bleikjueldis í fersku vatni hér á landi.
Á árinu hófst samvinnuverkefni milli Búnaðarfélags íslands, Búnaðar-
sambands Suðurlands, Veiðifélags Árnessýslu og Veiðimálastofnunar á
Suðurlandi um tilraunir með bleikjueldi. Hefur þetta verkefni verið
fjármagnað með styrkjum frá Framleiðnisjóði og Iðnþróunarsjóði Suður-
75