Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 91
Ferðaþjónusta bœnda.
Á árinu 1988 störfuðu 4 starfsmenn við skrif-
stofu Ferðaþjónustu bænda: Páll Richard-
son, formaður samtakanna og framkvæmda-
stjóri skrifstofunnar, Þórdís Eiríksdóttir,
Margrét Jóhannsdóttir, ráðunautur BÍ í
ferðaþjónustu, og Nanna Briem, sem var á
skrifstofunni yfir sumarvertíðina.
Yfir vetrarmánuðina var undirbúningur
sumarsins og ýmiss konar leiðbeiningar til
einstakra bænda stór þáttur daglegra starfa.
Bókunarþjónusta var í boði þetta árið eins og
undanfarin ár. Bókuðum gistinóttum skrif-
stofunnar fjölgaði mikið og hafði það oft í för
með sér mikið annríki yfir hásumarmánuðina.
Fjöldi bæja í Félagi ferðaþjónustubænda (FFB) náði hámarki árið 1988,
en í íslenskum bæklingi samtakanna auglýstu 99 aðilar ferðamannaþjón-
ustu. Þar af voru 12 aðilar að auglýsa í fyrsta sinn. Samkeppni urn
ferðamanninn óx einnig áþreifanlega, þar sem færri erlendir ferðamenn
sóttu landið heim. Utanlandsferðagleði Islendinga í samræmi við fjölda
tilboða og lágt verð er annar þáttur aukinnar samkeppni.
Til þess að styrkja stöðu félagsmanna Ferðaþjónustu bænda var lögð
mikil áhersla á markaðssetningu og kynningarstarfsemi.
í byrjun aprílmánaðar kom út bæklingur FFB á ensku, „Icelandic Farm
Holidays“ 1988-89. í júni var íslenskur bæklingur prentaður og í júli kom út
svokallaöur einblöðungur. í desember voru svo prentaðir bæklingar fyrir
árið 1989 á ensku og þýsku (Icelandic Farm Holidays og Islandferien auf
dem Bauernhof 1989-1990).
í maí voru útbúnar 50 upplýsingamöppur, sem dreift var til ferðaskrif-
stofa og söluskrifstofa flugfélaganna hérlendis og erlendis. Þessum möpp-
um er ætlað að auðvelda sölufólki þessara skrifstofa sölu á þjónustu FFB.
Sá þáttur markaðsfærslu, sem kallast „vöruþróun“, var einnig ofarlega á
baugi. Reynt var að koma til móts við þær óskir markaðarins, sem voru
mest áberandi. Þannig litu „Flakkarar FFB“ dagsins ljós.
Gistiflakkarinn er afsláttarsölukerfi gistinga, sem innifelur að kaupa þarf
minnst 7 nátta gistingu á ferðaþjónustubæjum og er þá veittur nokkur
Margrél Jóhannesdóttir
89