Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 116
við uppgræðslu landsins og fá til liðs önnur félagasamtök og fyrirtæki innan
verslunar og viðskipta.
Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, er verndari Átaksins.
Stefnt er að því að Átakið nái yfir þriggja ára tímabil og hefur nú þegar á
fyrsta ári safnast á þriðju milljón króna.
Með aðstoð fjölmiðla hefur mikið verið greint frá landgræðslustarfinu
fyrir tilstuðlan Átaksins.
Landgræðsla ríkisins hefur staðið fyrir umfangsmikilli uppgræðslu á
Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði vegna Blönduvirkjunarsíðan 1981 og
er verkefnið greitt af Landsvirkjun. Þar var dreift í sumar um 220 tonnum af
áburði á eldri sáningar. Unnið var við fyrirhleðslur til varnar landbroti af
völdum fallvatna í öllum kjördæmum landsins.
Það hefur viljað gleymast og ekki talið fréttnæmt, að mikið hefur víða
áunnist frá því er skipulegt landgræðslustarf hófst fyrir rúmum 80 árum.
Þannig hefur gróðri t.d. fariö stórkostlega fram víða á láglendi á Suður-
landi, eins og margir urðu vitni að í svonefndri „fjölmiðlaferð“, sem farin
var á vegum Iandbúnaðarráðuneytisins í ágúst.
í málefnum Landgræðslunnar er bjart framundan á flestum sviðum.
Landgræðsla og gróðurvernd eru a.m.k. um gróandann á hvers manns
vörum og yfirleitt virðist starfsemin hafa tiltrú fólksins í landinu.
Dökku hliðarnar á málefnum stofnunarinnar eru þær, að enn sem komið
er hefur fjárveitingavaldið ekki veitt viðunandi fjárupphæðir til þeirra
fjölmörgu verkefna, sem bíða vinnufúsra handa og tækja ef fjármagn væri til
hráefniskaupa. Ennfremur er það áhyggjuefni, að fjölmiðlaumfjöllunin um
gróðurverndarmál virðist etja saman tveimur þjóðfélagshópum, þ.e. bænd-
um og þéttbýlisbúum. Það er ákaflega miður, því báðir þessir hópar stefna
að sama markmiði, það er að bæta og fegra landið okkar. Alltof mikið hefur
verið alið á ágreiningi um leiðir að settu marki og þeir, sem fjalla um þessi
mál, verða að gæta þess að öfgar í hvora áttina sem er leiða aðeins til
vandræða.
Ég vil að lokum þakka bændum og öðrum samstarfsmönnum ánægjulegt
samstarf á íiðnum árum.
Gunnarsholti í janúar 1989,
Sveinn Runólfsson
114