Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 126
Búnaðarþings, þar sem beðið var um skýrari línur að því, er varðar verkefni
félagsins, unnin fyrir ríkisvaldið, og um sjálfstæðan tekjustofn til að kosta
hinn félagslega þátt í starfseminni. Því miður hefur ekkert afgerandi gerzt í
þessum málum enn sem komið er, en minna má á, að nýskipuð er nefnd til
að gera úttekt á sjóðakerfi landbúnaðarins og leggja fram tillögur um
hugsanlegar breytingar á því. En Búnaðarfélag íslands á ekki fulltrúa í
nefndinni.
Allt þetta er samtengt, óvíssan í fjármálunum og um framtíðarhlutverk
Búnaðarfélags íslands í kerfinu. Þetta speglast vel í skýrslu þeirrar nefndar,
sern fyrrverandi landbúnaðarráðherra setti niður til að gera úttekt á
leiðbeiningaþjónustunni og tillögur um fyrirkomulag hennar. Áfanga-
skýrsla þeirrar nefndar kom fyrir síðasta Búnaðarþing, og nú kemur
endanlega skýrslan fyrir þetta þing.
Búnaðarþing mun án efa gaumgæfa að nýju þessa skýrslu og ályktanir
hennar, og sæmir ekki, að ég eða nokkur annar reyni að leggja línur um það,
hvernig þingið vill bregðast við hugmyndum, sem þar koma fram. En á
síðasta þingi var umsögnin í heild jákvæð gagnvart þeirri meginstefnu
álitsins, að mestur þungi leiðbeiningaþjónustunnar eigi að vera úti í
héruðunum, hjá búnaðarsamböndunum, en toppurinn hér í Búnaðarfélag-
inu ekki þyngri en nauðsynlegt er til að leiða og samræma störf og stefnu
þjónustunnar út um landið og veita faglega forystu."
Forseti drap einnig á, að umræða um málefni landbúnaðarins hefði lengi
verið lífleg, en sér virtist sem þjóðin væri nú sáttari við landbúnaðinn en
fyrir nokkrum árum.
Þá vék forseti að gróðurverndar- og gróðurnýtingarmálum og taldi
efalaust, að almenningur á íslandi hefði nú vaxandi hug á verndun og
útbreiðslu gróðurs í landinu, og væri það eitt hið jákvæðasta, sem þjóðin
hefði tileinkað sér á síðari tímum. Hins vegar yrði mjög að landbúnaði hér á
landi vegið, ef hugmyndir sumra gróðurverndarmanna yrðu að veruleika.
Hann sagði, að Búnaðarfélag íslands vildi ásamt öðrum bændasamtökum
og stofnunum, er málið varða, vinna að stækkun hins græna íslands og stýra
málum þannig, að við getum stundað hér landbúnað í sátt við náttúruna.
Að lokum þakkaði forseti gestum aftur fyrir komuna og lét í ljós ósk og
von um samstillt og starfsamt þing og sagði Búnaðarþing 1989 sett. .
Þá ávarpaði landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, þingið.
Ráðherra hóf mál sitt á því að segja, að núverandi ríkisstjórn hefði fengið
það hlutskipti að glíma við erfiðari efnahagsmál en lengi hefði verið.
Landbúnaðurinn hefði fengið sinn skerf af samdrætti í efnahagslífinu. Hann
ræddi stöðu landbúnaðarins nú og taldi varhugavert, ef umræða um hann í
fjölmiðlum væri undir neikvæðum formerkjum. Hann sagði, að menn
mættu aldrei kyngja ósanngjarni umfjöllun um menn eða málefni athuga-
semdalaust, heldur krefjast hlutlægni og sanngirni.
124