Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 127
Ráðherra greindi frá nokkrum verkefnum, sem landbúnaðarráðuneytið
hefur að undanförnu unnið að, svo sem uppgjöri síðasta verðlagsárs og
heildarendurskoðun á afurðalánakerfinu. Hann gat þess, að niðurgreiðslur
hefðu hækkað og því tekizt að halda búvöruverði nær óbreyttu síðan í fyrra
vor.
Málefni tveggja nýrra búgreina, loðdýraræktar og fiskeldis, hefðu sér-
staklega verið gaumgæfð í ráðuneytinu og ráðstafanir verið gerðar til
stuðnings þeim. Þá nefndi hann þá vinnu, sem fram færi í ráðuneytinu
varðandi búvörusamninginn.
Ráðherra ræddi grundvallarþætti þess, sem hann kallaði nýja fram-
leiðslustefnu. Þá vék hann að nokkrum málum, sem send verða Búnaðar-
þingi, svo sem frumvarpi um skógrækt, Hagstofnun landbúnaðarins,
frumvörpum um breytingu á jarðræktarlögum og búfjárræktarlögum. Hann
vék enn fremur að umhverfismálum og hinu félagslega og faglega sviði
landbúnaðarins.
Hann sagði, að Búnaðarfélag íslands hefði lykilhlutverki að gegna sem
rótgróin samtök allra bænda í landinu og óskaði Búnaðarþingi allra heilla í
störfum.
Forseti þakkaði ráðherra.
Á 2. þingfundi, sem haldinn var í Búnaðarþingssal kl. 11:00 sama dag,
fóru fram kosningar varaforseta, skrifara og fastanefnda, en tillaga um
skipan þeirra hafði komið frá stjórn Búnaðarfélags íslands.
Varaforsetar voru kosnir:
1. varaforseti: Steinþór Gestsson.
2. varaforseti: Magnús Sigurðsson.
Skrifarar voru kosnir:
Egill Jónsson og Jón Kristinsson.
í fastanefndir var kjörið þannig:
Fjárhagsnefnd, sem jafnframt er reikninganefnd:
Ágúst Gíslason, Páll Ólafsson,
Jón Guðmundsson, Sveinn Jónsson.
Jón Hólm Stefánsson,
Jarðrœktarnefnd:
Bjarni Guðráðsson,
EgiII Jónsson,
Einar Þorsteinsson,
Jón Kristinsson,
Jósep Rósinkarsson
125