Búnaðarrit - 01.01.1989, Síða 155
Mál nr. 4 og 35
Erindi stjórnar Búnaðarfélags íslands um búreikningastofu og bókhaldsmál
bænda ogfrumvarp til laga um Hagstofnun landbúnaðarins.
Málin afgreidd með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 24
samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing hefur haft til skoðunar drög að lögum um Hagstofnun
Iandbúnaðarins, sem unnin hafa verið í landbúnaðarráðuneytinu og land-
búnaðarráðherra sent Búnaðarþingi.
Búnaðarþingi er það fagnaðarefni, að nú skuli verið að hrinda í fram-
kvæmd miklu hagsmuna- og baráttumáli bænda. Sérstökum stuðningi lýsir
Búnaðarþing við þá ætlan, að staðsetja Hagstofnun landbúnaðarins á
Hvanneyri og styrkja á þann hátt æðra búfræðinám í landinu.
Búnaðarþing leggur áherzlu á, að tekið verði tillit til eftirfarandi sjónar-
miða við endanlegan frágang frumvarps um Hagstofnun:
1. Búnaðarþing vekur athygli á því, að búnaðarsamböndin í landinu mynda
Búnaðarfélag íslands sem forystuafl í leiðbeiningum á landsvísu. Því er
óeðlilegt af stjórnvöldum að ætla sér að taka einn þátt leiðbeininga úr
höndum Búnaðarfélags íslands, það er hagfræðina, og færa hana að
sjálfstæðri opinberri stofnun, enda er nauðsynlegt fyrir Búnaðarfélag
íslands að hafa hagfræðing í sinni þjónustu vegna þverfaglegrar þróunar-
vinnu félagsins.
Búnaðarþing leggur ríka áherzlu á, að hagrænar leiðbeiningar til
einstakra bænda verði í höndum leiðbeiningaþjónustunnar, það er
búnaðarsambandanna og Búnaðarfélags íslands, en efnivið til slíkra
leiðbeininga leggi Hagstofnun til.
2. Miðað við það víðtæka hlutverk, sem Hagstofnun er ætlað, sýnist
nauðsynlegt að skoða verkefni Framleiðsluráðs landbúnaðarins og færa
til Hagstofnunar þau verkefni, sem falla að hennar hlutverki.
3. Búnaðarþing telur afar mikilvægt, að Hagstofnun landbúnaðarins verði
óháð stofnun á faglegum grunni og njóti trausts ólíkra hópa í þjóðfélag-
inu. Því telur Búnaðarþing ekki rétt, að hagsmunasamtök bænda,
Stéttarsambandið, eigi fulltrúa í stjórn Hagstofnunar.
Lagt er til, að í stað fimm manna stjórnar fyrir Hagstofnun skipi stjórnina
þrír menn: Einn tilnefndur af Búnaðarfélagi íslands sem fulltrúa fag-
legra málefna bænda, annar tilnefndur af Hagstofu íslands sem fulltrúa
hagmála hins opinbera og hinn þriðja skipi landbúnaðarráðherra án
tilnefningar.
4. Til þess að Hagstofnun landbúnaðarins geti orðið að veruleika, þarf að
koma á samræmdu bókhaldi bænda sem víðast um sveitir landsins. Það
er mikið átak, sem kostar fjármuni, og verkið þarf að vinna af hæfu
starfsliði. Miðað við núverandi stöðu er hætt við, að hægt muni ganga í
153