Búnaðarrit - 01.01.1989, Side 157
í búfjárræktarlögum nr. 31/1973 er skv. 38. gr. sýslunefndum og
sveitarstjórnum heimilt að ákveða, að hross skuli höfð í vörzlu allt árið
eða hluta þess að undanskildum stóðhrossum í sameiginlegum afrétti,
þar sem hrossabeit er leyfileg. Fjölmargar sveitarstjórnir hafa bannað
lausagöngu hrossa með stoð í ákvæðum búfjárræktarlaga og birt auglýs-
ingar þar að lútandi í Lögbirtingablaðinu og víðar. Misjafnlega gengur
að framfylgja slíku banni, en þó er ljóst, að víða kemur það að tilætluðu
gagni.
I lögum um búfjárhald í kaupstöðum og kauptúnum nr. 44/1964 er skv.
1. og 2. gr. sveitarfélögum í þéttbýli heimilt að setja reglur um
búfjárhald, sem m.a. geta falið í sér takmörkun eða bann á lausagöngu
búfjár. Eru þar tilgreindir nautgripir, hross, svín, sauðfé og alifuglar, en
ekki t.d. geitur, loðdýr og kanínur. Margar sveitarstjórnir hafa notfært
sér þessa heimild, og hefur framkvæmdin tekizt vel þar, sem vörzlugirð-
ingar eru í lagi og eftirlit reglubundið svo sem á höfuðborgarsvæðinu.
Þess ber að geta, að í lögum nr. 44/1964 er miðað við kauptún og
kaupstaði með 1000 íbúa eða fleiri, en með lagabreytingu nr. 38/1980 var
sveitarstjórnum í kauptúnum með fœrri en 1000 íbúa heimilað að setja
slíkar reglugerðir.
í lögum um afréttarmálefni, fjallskilo.fi. nr. 6/1986erí 7. gr. tilgreint, að
um skyldu til að reka búfé í afrétt fari eftir því, sem fyrir er mælt í
fjallskilasamþykktum. í sumurn fjallskilasamþykktum eru ákvæði þess
efnis, að lausaganga búfjár sé óheimil neðan afréttargirðinga að sumar-
lagi. Dæmi um slík ákvæði er meðal annars að finna í fjallskilasamþykkt
fyrir Kjósarsýslu o.fl. sveitarfélög nr. 304/1988. Það fer greinilega eftir
ástandi girðinga, hversu nýtileg slík ákvæði reynast.
Ekki eru lagaheimildir til að takmarka eða banna lausagöngu búfjár,
nema hrossa, utcm kaupstaða og kauptúna. Vitað er um sveitarfélög,
einkum í nágrenni þéttbýlis og þar sem fjölfarnir vegir liggja um, sem
hafa leitað slíkra heimilda. Pá er venjulega miðað við, að ákveðnar
reglur um lausagöngu gildi í hluta sveitarfélags, það er að segja þar, sem
byggð er þéttust og umferð mest. Pessi sveitarfélög hafa nú þegar
bannað lausagöngu hrossa samkvæmt 38. grein búfjárræktarlaga, en
vilja ganga lengra. Þess ber að geta, að samkvæmt 17. og 20. grein
girðingarlaga nr. 10/1965 er sveitarstjórnum heimilt að gera samþykktir
fyrir stærri eða minni svæði innan sveitar urn samgirðingar til varnar
gegn ágangi búfjár, og geta slíkar framkvæmdir komið í veg fyrir
lausagöngu búfjár að einhverju leyti eftir aðstæðum.
Með breyttum búskaparháttum er svo komið í ýinsunr sveitum, að
búfjárhald er niður fallið á sumum jörðum. Getur það valdið ýmsum
vandamálum í samskiptunr manna. Er því eðlilegt að veita sveitarfélög-
um utan kaupstaða heimild til að takmarka frekar lausagöngu búfjár. í
155