Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 160
3. Hvaða kostnaðarauki leiðir af myndun stofnfjárreikninganna:
a) hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins?
b) hjá afurðastöðvum?
Já sögðu:
Annabella Harðardóttir,
Ágústa Þorkelsdóttir,
Birkir Friðbertsson,
Egill Bjarnason,
Einar Þorsteinsson,
Erlendur Halldórsson,
Erlingur Arnórsson,
Gunnar Sæmundsson,
Jóhann Helgason,
Jón Gíslason,
Jósep Rósinkarsson,
Sigurður Þórólfsson.
Nei sagði:
Egill Jónsson.
Hann gerði grein fyrir atkvæði sínu og benti á, að endurskoðun sú, er nú
færi fram á sjóðakerfi landbúnaðarins, væri án þátttöku Búnaðarfélags
íslands og enn fremur, að sú tillaga, sem hér hefði verið samþykkt, nyti ekki
stuðnings meiri hluta Búnaðarþings og væri því hlutlaus.
Þessir fulltrúar greiddu ekki atkvæði:
Ágúst Gíslason,
Bjarni Guðráðsson,
Guttormur V. Þormar,
Hermann Sigurjónsson,
Jón Guðmundsson,
Jón Kristinsson,
Jón Ólafsson,
Jón Hólm Stefánsson,
Magnús Sigurðsson,
Páll Ólafsson,
Stefán Halldórsson,
Sveinn Jónsson.
Mál nr. 9
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 4611985 um framleiðslu,
verðlagningu og sölu á búvörum - 60. mál 111. löggjafarþings.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 22 atkvæð-
um gegn einu:
Búnaðarþing leggur til, að lögfest verði frumvarp til laga um breytingu á
lögum nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum - 60.
mál 111. löggjafarþings.
Þó bendir þingið á, að gildi þessarar lagabreytingar og annarra ákvæða
um staðgreiðslu sláturleyfishafa á sauðfjárinnleggi til bænda er algjörlega
háð því, að sláturleyfishöfum verði tryggt nægilegt lánsfé á réttum tíma til
þess, að unnt sé að uppfylla þessi lagaákvæði, en á það hefur töluvert skort.
158