Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 167
Mál nr. 15
Erindi Búnaðarsambands Borgarfjarðar um styrki til búfjárrœktar.
Afgreitt með máli nr. 13.
Mál nr. 16
Tillaga til þingsályktunar um kynbótastöð fyrir eldislax - 36. mál 111.
löggjafarþings.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 25 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing mælir eindregið með samþykkt þingsályktunartillögu um
kynbótastöð fyrir eldislax, sem er 36. mál 111. löggjafarþings, með þeirri
breytingu, að síðasta orði ályktunarinnar verði breytt, sem er eldislax í
eldisfisk.
GREINARGERÐ:
Búfjárræktarnefnd hefur fjallað um þingsályktunartillöguna og rætt við
Óskar ísfeld Sigurðsson, ráðunaut Búnaðarfélags íslands, Stefán Aðal-
steinsson, kynbótasérfræðing Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Árna
ísaksson, veiðimálastjóra, auk flutningsmanns. Allir eru þeir á einu máli
um, að hér sé um að ræða eitt mesta hagsmunamál hinnar ungu en ört
vaxandi búgreinar, fiskeldis. Því styður Búnaðarþing málið eindregið.
Eðlilegt er talið að minna á það í orðalagi tillögunnar, að fleiri fisktegundir
en lax eru í eldi hérlendis.
Mál nr. 17
Frumvarp til laga um búminjasafn - 133. mál 111. löggjafarþings.
Málið afgreitt meö eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 24 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing mælir eindregið með, að lögfest verði frumvarp til laga um
búminjasafn, 133. mál 111. Iöggjafarþings.
Mál nr. 18
Frumvarp til laga um friðun hreindýra og eftirlit með þeim -217. mál 111.
löggjafarþings.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 25 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing mælir með samþykkt frumvarps til laga um friðun hrein-
dýra og eftirlits með þeim með eftirfarandi breytinguin:
165