Búnaðarrit - 01.01.1989, Síða 168
2. grein
Landbúnaðarráðuneytið hefur yfirumsjón þeirra mála, sem lög þessi taka
til.
3. grein
Við embætti veiðistjóra verði skipaður umsjónarmaður með líffræði-
menntun eða sambærilega menntun til þess að hafa efirlit með friðun og
veiði hreindýra eftir því, sem fyrir er mælt í lögum þessum.
4. grein
Önnur málsgrein orðist svo: Búnaðarsamband Austurlands 2, Búnaðar-
samband Austur-Skaftfellinga 1, Náttúruverndarsamtök Austurlands 1,
Náttúruverndarráð 1.
Nefndarmenn skulu allir vera búsettir á Austurlandi.
5. grein
Fyrsta málsgrein orðist svo:
Landbúnaðarráðuneytið ræður að fengnum tillögum sveitarstjórna og
umsjónarmanns eftirlitsmann í hverju sveitarfélagi, þar sem hreindýr
ganga.
8. grein
Þriðja málsgrein falli niður.
í 4. málsgrein, þar sem segir: „Tekjum af sölu veiðileyfa, sem hreindýra-
nefnd úthlutar, skal varið til að standa undir kostnaði við framkvæmd
laganna“, falli niður.
Varðandi greinargerð með 7. grein frumvarpsins tekur Búnaðarþing
fram eftirfarandi: Því aðeins er fallizt á sjónarmið greinargerðar um skilnað
veiðiréttar frá landeign, að átt sé við, að hann sé bundinn við þann tíma,
sem friðunarlög eru í gildi, en veiðiréttur endurheimtist, ef þau falla niður.
Því er mótmælt, að lögskipuð friðun geti myndað hefð, eins og hér er rætt
um.
GREINARGERÐ:
Rökstuðningur við breytingartillögur:
2. grein. Hér er lagt til, að landbúnaðarráðuneytið taki við yfirumsjón með
þessum málaflokki. Búnaðarþing hefur áður ítrekað ályktað á þá
leið. Nánast mun hafa verið tilviljun á sínum tíma, að mennta-
málaráðuneytið tók hreindýrin í sína umsjá. Hreindýrastofninn er
haldinn þvert á allan eignarrétt í heimalöndum og afréttum
bænda. Því er eðlilegt að líta á nytjar hans sem hlunnindi bújarða,
þar sem veiði er von, ef ekki koma til þessi friðunarlög. Slík
málefni falla eftir eðli sínu undir landbúnað.
166