Búnaðarrit - 01.01.1989, Síða 169
3. grein. Eðlilegt er, að veiðistjóraembættið fari með mál af þessu tagi með
góðri samvinnu við Náttúrufræðistofnun um rannsóknarþáttinn.
Sú stofnun mun starfa fyrst og fremst að grunnrannsóknum, en
veiðistjóri fæst við skyld verkefni og hér um ræðir. Það embætti
heyrir undir landbúnaðarráðuneytið. í lögum um eyðingu refa og
minka er gert ráð fyrir að fela megi „veiðistjóra vernd og
yfirumsjón hreindýrastofnsins“.
4. grein. Búnaðarþing er sammála þeirri stefnu frumvarpsins, að hrein-
dýranefnd skipi menn, sem heima eiga í Austurlandskjördæmi.
Hér er lagt til, að þeir séu fremur valdir af búnaðarsamböndum
þeim, sem þar starfa, en sveitarfélögum, þar eð eðlilegra virðist,
að sveitafólk, sem mest þarf að búa við návist dýranna, hafi hér
áhrif fremur en þéttbýlisbúar, sem miklu verða ráðandi í samstarfi
sveitarfélaga. Náttúruverndarmenn á Austurlandi munu væntan-
lega veljast í nefndina, hvort heldur tilnefnt er af Náttúruverndar-
ráðinu eða félagsskap þeirra sjálfra. Ekki verður með neinu móti
séð, að Skotveiðifélag Islands sé eðlilegur aðili að þessu máli.
5. grein. Sjá athugasemd við 2. grein að því, er varðar tilgreint ráðuneyti.
Þá þykir rétt, að sveitarstjórnir hafi hönd í bagga um val eftirlits-
manna.
8. grein. Lagt er til, að 3. málsgrein falli niður, en í henni er gert ráð fyrir
gjaldtöku af veiðileyfum og felldum dýrum.
Með lögum þessum er ákveðið, að hreindýrastofninn sé friðaður
óg aðeins .fargað úr honum skipulega eftir því sem þörf krefur
hverju sinni til að viðhalda tilætluðu jafnvægi. Þjóðin vill ekki
missa þessa hugþekku dýrategund úr landinu.
Víðhald hennar kostar það hins vegar, að hún verður sett ofan á
eigendur og ábúendur heimalanda og afrétta í vissum landshluta.
Með lögum eru gerðar ráðstafanir til að skipta veiðihlut milli
sveitarfélaga eftir því, sem þau standa undir stofninum með beit í
högum sínum, að beztu manna yfirsýn. Verður að telja það
réttláta lausn. En fráleit krafa er það og er algerlega mótmælt, að
menn eigi að kaupa veiðileyfi í sínum eigin löndum í ofanálag á
það að halda stofninum uppi.
Mál nr. 19
Frumvarp til laga am samrœmda stjórn umhverfismála - 230. mál 111.
löggjafarþings.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 22 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing mælir gegn samþykkt frumvarpsins án breytinga.
167