Búnaðarrit - 01.01.1989, Qupperneq 170
í því sambandi vill þingið taka fram eftirfarandi:
1. Búnaðarþing telur mjög brýnt, að sem viðtækust samstaða náist um
stjórn umhverfismála bæði innan stjórnsýslunnar og meðal alls almenn-
ings í landinu.
Þingið fagnar því, að vaxandi skilningur virðist vera á mikilvægi þess að
taka upp öflugt forvarnarstarf, svo að takast megi hér á landi að koma í
veg fyrir þá óhugnanlegu mengun lofts, láðs og lagar, sem víða um heim
er að verða illviðráðanleg hrollvekja. Það forskot, sem þjóðin enn
hefur að þessu leyti til að varast ófarir annarra, má ekki vannýta.
Búnaðarþing hvetur alla bændur og aðra þá, sem hafa á hendi umsjón
eða eignarhald á landi, náttúrlegum gæðum þess og lífríki, til að vera
ávallt reiðubúnir til samstarfs við alla þá, sem af raunsæi og með
faglegri yfirsýn vilja vinna að því, að nýting og varðveizla þessara
auðlinda megi gerast í sátt við hið nátturlega umhverfi með það að
markmiði, að samtíðin skili þeim óspilltum og verðmætari til næstu
kynslóðar.
2. Það er skoðun Búnaðarþings, að hinir einstöku þættir í stjórnun
umhverfismála séu að meginhluta til bezt komnir í umsjón hinna ýmsu
fagráðuneyta. Þó er fallizt á nauðsyn þess, að fyrir hendi sé ákveðinn
aðili eða ráðuneytisdeild, sem hafi á hendi samræmingu á verkaskipt-
ingu hinna einstöku ráðuneyta, meðal annars þar, sem verkefni skarast
(dæmi: samgöngumál - landvernd) og komi fram sem sameiginlegur
fulltrúi þjóðarinnar í samskiptum hennar við umheiminn um þessa
mikilvægu málaflokka, samanber sjávar- og loftmengun.
3. Með hliðsjón af framansögðu er það ákveðinn vilji Búnaðarþings, að
þeir þættir í stjórnun umhverfismála, sem lúta að landvernd, eflingu
gróðurs og annarra landgæða og samskiptum við þessar náttúrlegu
auðlindir landsins sjálfs, verði áfram í umsjón landbúnaðarráðuneytis
og hinna ýmsu stofnana, sem starfa á þess vegum, samanber Land-
græðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins.
Það má ljóst vera, að þeir aðilar, sem starfa á vegum þessara stofnana,
hafa öðrum fremur aðstöðu til að meta á hverjum tíma, hvar er brýnust
þörf aðgerða, og á hvern hátt það fjármagn og þeir starfskraftar, sem
fyrir hendi eru, nýtast verkefnunum bezt.
4. Auk þess frumvarps, sem hér er fjallað um, hefur núverandi ríkisstjórn
lýst vilja sínum til að vinna að þessum málaflokki, enn fremur hafa
kvennalistakonur á Alþingi lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun
umhverfismálaráðuneytis. Það er því ljóst, að tíðinda má vænta af hálfu
löggjafans um þessi efni nú á næstunni.
Þvífelur Búnaðarþing stjórn Búnaðarfélags Islands að fylgjast sem bezt
með framvindu þessara mála á Alþingi og koma á framfæri þeim
sjónarmiðum, sem hér eru fram sett.
168