Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 179
Skjólbelti er röð eða raðir af trjám og runnum, sem ræktaðar eru til þess
að draga úr vindhraða og bæta gróðurskilyrði á nálægum svæðum.
Skógarlundur er land, þar sem skógur er ræktaður á allt að 25 ha lands.
Löggirðing: Girðing, sem gerð er samkvæmt ákvæðum girðingarlaga.
Skógfrœðingur: Sá, sem hefur lokið háskólaprófi í skógfræði frá viður-
kenndri skógfræðsludeild.
Skógtæknifrœðingur: Sá, sem lokið hefur námi frá viðurkenndum skóg-
tækniskóla.
Búfé: Nautgripir, hross, sauðfé, geitur.
3. gr.
Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn þeirra mála, sem lög þessi taka
til.
II. KAFLI
LJm skógrœkt ríkisins.
4. gr.
Skógrækt ríkisins annast framkvæmd þessara laga og hefur eftirlit með
því fyrir hönd landbúnaðarráðuneytisins, að þeim sé fylgt. Aðalstöðvar
Skógræktar ríkisins skulu vera á Fljótsdaishéraði.
Skógrækt ríkisins hefur umsjón með skóglendum, gróðrarstöðvum og
skógarjörðum í eigu ríkisins og löndum sem það leigir samkvæmt sérstökum
samningum. Skal hún hafa forystu í öllu því, er lýtur að ræktun, notkun og
nytjun skóga og vera til ráðgjafar og eftirlits með nytjaskógum.
Skógrækt ríkisins annast leiðbeiningar og fræðslu til almennings um
skógvernd og skógrækt og hefur samstarf við leiðbeiningarþjónustu land-
búnaðarins, Garðyrkjuskólann og bændaskólana um faglegar leiðbeiningar
og kennslu.
5. gr.
Skógrækt ríkisins skal hafa þriggja manna stjórn.
Búnaðarfélag íslands, Skógræktarfélag íslands og fastir starfsmenn
Skógræktar ríkisins tilnefna hver um sig einn mann í stjórn.
Ráðherra skipar stjórnina til fjögurra ára í senn og velur formann hennar.
6. gr.
Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn stofnunarinnar og tekur ákvarðanir um
meginatriði í stefnu hennar og starfi.
7. gr.
Forseti íslands skipar skógræktarstjóra, og skal skipun hans lengst vera til
sex ára í senn. Skógræktarstjóri skal vera skógfræðingur, og fer hann með
daglega stjórn Skógræktar ríkisins.
12
177