Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 180
Skógræktarstjóri ræður sérmenntaða starfsmenn Skógræktar ríkisins í
samræmi við skipulag stofnunarinnar. Þeir skulu vera skógfræðingar,
skógtæknifræðingar eða hafa lokið háskólaprófi í öðrum greinum.
Aðra starfsmenn ráða forstöðumenn deilda að höfðu samráði við skóg-
ræktarstjóra.
III. KAFLI
Um skógvernd ogfriðun.
8. gr.
Á land það, sem Skógrækt ríkisins hefur til friðunar og skógræktar, má
ekki beita búfé. Skógræktarstjóra er þó heimilt að veita undanþágu frá
þessu, ef sérstakar ástæður mæla með.
Um girðingar um skóglendi og hiið á þeim fer eftir ákvæðum girðingar-
laga nr. 10, 25. marz 1965.
Liggi alfaravegur um friðuð skóglendi, skulu vegfarendur loka þeim
hliðum, sem á girðingum um löndin eru, svo að öruggt sé, að hliðin opnist
ekki af sjálfsdáðum. Týni vegfarendur búfé í skógargirðingum, eru þeir
skyldir til að koma því út úr girðingunni svo fljótt, sem unnt er.
Komist búfé inn í friðað skóglendi utan heimalands jarða, skal það
meðhöndlað samkvæmt lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986.
9. gr.
Komist búfé inn á skógræktarsvæði, sem girt er löggirðingu, má umsjón-
armaður svæðisins taka það í gæzlu og láta merkja það. Skal hann tafarlaust
tilkynna hreppstjóra/ lögreglustjóra, hverjir séu eigendur búfjárins og
hvernig það sé merkt. Hreppstjóri/lögreglustjóri skal gera eigendum eða
umsjónarmönnum boð, ef búfé þeirra er tekið í gæzlu, og gefa þeim kost á
að vitja þess innan ákveðins tíma. Sé búfjárins ekki vitjað, ákveður
hreppstjóri/lögreglustjóri, hvar því skuli sleppt.
Komist sama búfé aftur inn á skógræktarsvæðið án þess, að snjóalögum,
bilun á girðingum eða opnu hliði verði um kennt, getur umsjónarmaður
svæðisins tekið það í sína vörzlu og gert kröfu um, að eigendur greiði
kostnað af smölun, svo og uslagjald samkvæmt mati tveggja manna, er
hreppstjóri tilnefnir. Hafi eigendur búpeningsins ekki sinnt þessu innan
tveggja sólarhringa, getur umsjónarmaður krafizt þess, að fénaðurinn verði
hafður í öruggri vörzlu eða fargað. Andvirði, að frádregnu uslagjaldi,
smölun og öðrum kostnaði, greiðir hreppstjóri búfjáreiganda.
Nú verða óvenjuleg snjóalög, svo að hætta er á, að löggirðingu fenni í kaf.
Getur þá umsjónarmaður girðingarinnar tilkynnt búfjáreigendum í ná-
grenni hennar, á hvaða svæði girðingin sé ótrygg vörn, og ber þá búfjáreig-
endum að hafa gætur á búfé sínu og halda því frá þessum svæðum, unz
178