Búnaðarrit - 01.01.1989, Síða 182
14. gr.
Skóg má ekki höggva nema fyrir liggi samþykki Skógræktar ríkisins.
Rækta skal nýjan skóg í stað hins höggna nema skógræktarstjóri samþykki
annað.
15. gr.
Gróðurverndarnefndir, samkvæmt 1. grein laga nr. 17/1965 um land-
græðslu, skulu senda Skógrækt ríkisins skýrslu um ástand og meðferð
skóglendis í viðkomandi sýslu, þyki þeim ástæða til eða sé um hana beðið af
skógræktarstjóra.
16. gr.
Starfsmenn Skógræktar ríkisins skulu, hver í sínu umdæmi, hafa eftirlit
með því, hvort farið sé eftir ákvæðum og fyrirmælum um verndun og friðun
skóglendis, og hvort brotið sé gegn ákvæðum laga þessara og þeim
reglugerðum, sem settar kunna að verða um meðferð skóglendis samkvæmt
lögum þessum. Þeir skulu, jafnskjótt og þeir verða slíks varir, gera
skógræktarstjóra grein fyrir málinu.
17. gr.
Þar sem landeyðing og skógeyðing fara saman á stórum svæðum, skulu
Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins hafa samvinnu um friðunarað-
gerðir.
V. KAFLI
Um rœktun nytjaskóga.
18. gr.
í þeim héruðum landsins, þar sem skógræktarskilyrði eru vænleg, styrkir
ríkissjóður ræktun nytjaskóga innan skógræktaráætlana, sem Skógrækt
ríkisins hefur gert og lögð er til grundvallar við afgreiðslu fjárlaga.
19. gr.
Styrkur samkvæmt 18. gr. má nema ailt að 90 af hundraði stofnkostnaðar
við undirbúning skógræktarlandsins og ræktun skógarins. Ráðherra ákveð-
ur í reglugerð, hvaða framkvæmdir verði styrktar samkvæmt þessari grein.
Jarðeigandi leggur fram sem nemur 10% af heildarstofnkostnaði.
Þar, sem eigendur samliggjandi landa koma sér saman um að girða land
af og rækta á því skóg eftir samþykktri áætlun, greiðir ríkissjóður allan
stofnkostnað að frátöldum kostnaði við girðingar.
Hlutur ríkissjóðs greiðist eftir stofnkostnaði á hvern hektara lands hverju
sinni, enda liggi fyrir samningur samkvæmt b-lið 20. gr.
180