Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 186
34. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi Iög nr. 3/1955,22/1966
og 76/1984.
Ákvæði til bráðabirgða
Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. verða aðalstöðvar Skógræktar ríkisins áfram í
Reykjavík enn um sinn, en flutningi þeirra á Fljótsdalshérað skal vera lokið
fyrir 1. janúar 1992.
Mál nr. 33
Frumvarp til laga um breytingu á jarðræktarlögum nr. 56 30. marz 1987.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 25 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing hefur haft til umræðu frumvarp til laga um breytingu á
jarðræktarlögum nr. 56/1987.
Þingið leggur til, að því verði breytt verulega og samþykkt með eftirfar-
andi breytingum:
1. grein: Greinin verði samþykkt óbreytt.
2. grein: Texti greinarinnar falli niður og í staðinn verði greinin svohljóð-
andi:
Á 10. grein laganna verði gerðar svofelldar breytingar:
Liður I. stafliður b.
I stað ,,-svara til 3,5 millj. m' skurðgraftar og 600 km plógræslu“-
komi:
svara til 2,0 millj. m ' skurðgraftar og 500 km plógræslu.
Liður II. Til jarðræktar.
Stafliðirnir a. og b. breytast þannig:
a. Endurrœktun túna á mýrlendi 19.000 kr. á ha.
b. Endurræktun túna á þurrlendi 13.000 kr. á ha. Heimilt er að
veita framlag til nýrœktar í stað endurrœktunar við sérstakar
aðstæður að dómi Búnaðarfélags íslands, t.d. að hagkvœmara
þyki að rœkta nýja spildu í stað hins úrelta túns. Framlag ríkisins
samkvæmt stafliðum a. og b. skal að hámarki svara til 2000 ha.
3. grein óbreytt.
Ákvæði til bráðabirgða: Falli brott.
GREINARGERÐ:
í þessum frumvarpsdrögum er í 1. grein lagt til, að breytt verði 7. gr.
laganna þannig, að þau mæli skýrt fyrir um, að sótt skuli um öll framlög
samkvæmt jarðræktarlögum. Liggi þá fyrir við samþykkt fjárlaga fjárþörf,
byggð á umsóknum frá bændum, sem yrði svarað, þegar fjárlög hafa verið
samþykkt.
184