Búnaðarrit - 01.01.1989, Síða 187
Búnaðarþing vekur athygli á því, að hlutur ríkisins í launum héraðsráðu-
nauta hefur ekki verið greiddur að fullu. Fjárveitingar til þess hafa ekki fylgt
þeirri launaþróun, sem orðið hefur í launum opinberra starfsmanna.
í 2. grein frumvarpsdraganna er lagt til, að dregið verði verulega úr
framlögum samkvæmt 10. grein jarðræktarlaga og sumir liðir felldir niður.
Búnaðarþing telur, að með þessu, ef fram gengur, verði starf það, sem
unnið er með tilstyrk jarðræktarlaga, lamað. Vinnur það gegn þeirri þróun,
sem orðið hefur undanfarið á búum bænda, í þá átt, að byggja framleiðsluna
sífellt meira á heimaafla með bættri ræktun og aðstöðu til að nýta og
varðveita uppskeru og leitast við að jafna aðstöðu bænda. Því leggur
Búnaðarþing til, að farnar verði aðrar leiðir til að gera lögin skilvirkari og
auðveldari í framkvæmd.
Lagt er til, að sett verði ákveðið hámark á framræslu og túnrækt, sem
framlag yrði greitt til á ári hverju.
Heildarframlög til jarðræktar hafa farið minnkandi hin síðar ár samanber
eftirfarandi töflu:
Ríkisframlög samkvæmt jarðræktarlögum 1988, Til fóður- í þús. kr. Nýgr. og á verðlagi ársins Á verðlagi
Ár Alls öflunar vatnsv. hvers árs alls
1984 346.932 321.953 24.980 145.160
1985 390.528 304.612 85.916 219.398
1986 235.019 159.343 75.676 160.972
1987 265.309 156.532 108.777 217.466
1988 162.164 131.222 30.943 162.164
í framangreindri töflu kemur fram yfirlit um þörf jarðræktarframlaga
síðast liðin fimm ár. Á verðlagi ársins 1988 lækkar þörfin um 184,7 milljónir
króna eða 53,6% á tímabilinu.
Á þessum árum hafa nýjar búgreinar fengið stærri hlutdeild í framlögum í
samræmi við breyttar áherzlur í landbúnaði. Jafnframt hafa framlög til
hefðbundins landbúnaðar minnkað stórlega eða um 59%.
Athygli vekur, að miðað við verðlag hvers árs er heildarþörf jarðræktar-
framlaga vegna ársins 1988 aðeins um 17 millj. kr. hærri í krónutölu en varð
árið 1984 og um 58 millj. kr. lægri en árið 1985.
Yfirlit yfir túnrækt árin 1980-1988 skýrir þessa þróun enn frekar:
Ár Túnrækt ha
1980 3229
1981 3623
1982 3234
1983 2914
1984 3430
1985 2770
1986 2602
1987 2275
1988 1790
185