Búnaðarrit - 01.01.1989, Blaðsíða 188
Ætla má, að nú séu í notkun nálægt 110 þús. ha af ræktuðum túnum í
landinu.
Mikill hluti þessarar ræktunar er gamall, og þörf er á því að endurrækta
að minnsta kosti helming túnanna, þar sem rannsóknir á uppskeru þessara
túna sýna, að fóðurgildi hennar fer sífellt hrakandi. Þær heimildir, sem hér
eru lagðar til, eru aðeins hluti þessarar þarfar.
Jarðræktarlögin voru sett 1987 og hafa raunverulega ekki komið til
framkvæmda enn. í Ijósi þess, að framkvæmdir í sveitum hafá dregizt mjög
saman og fjárþörf vegna jarðræktarlaga hefur minnkað um rúman helming
síðast liðin fimm ár, telur Búnaðarþing óraunhæft að hverfa frá þeirri
stefnu, sem Alþingi markaði í lögunum frá 1987.
Þá fellst Búnaðarþing ekki á bráðabirgðaákvæði frumvarpsins, þar sem
það er ófrávíkjanleg krafa þingsins, að jarðræktarlögin verði virt.
Mál nr. 34
Tillaga tilþingsályktunar um umhverfisráðuneyti -150. mál 111. löggjafar-
þings.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 25 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing leggur til, að þingsályktunartillagan verði felld.
GREINARGERÐ:
Víðast þar, sem sú leið hefur verið farin í stjórn umhverfismála sem hér er
lagt til, það er að færa þau öll inn í eitt ráðuneyti, hefur reynslan orðið sú, að
umfang þeirra stofnana í mannafla og tilkostnaði hefur vaxið svo úr hömlu,
að verulegt vandamál er talið í viðkomandi löndum.
Eins virðast fá rök hníga að því, að meiri árangurs sé að vænta með þeirri
skipan mála en þar, sem fagráðuneytum er falin umsjón verkefna, sem falla
undir sérsvið þeirra.
Mál nr. 35
Frumvarp til laga um Hagstofnun landbúnaðarins.
Afgreitt með máli nr. 4.
Mál nr. 36
Erindi Stefáns Halldórssonar og Sveins Jónssonar um tryggingamál bœnda.
Var vísað til allsherjarnefndar, en hlaut ekki afgreiðslu. Formaður nefndar-
innar skýrði þinginu frá því, að þau efnisatriði, sem fram koma í erindinu,
væru í athugun og því ekki ástæða til að álykta í því.
186