Búnaðarrit - 01.01.1989, Blaðsíða 190
viðkomandi framleiðslu, vörumerkingar á íslenzku, uppskerudagsetn-
ingar og annað hliðstætt því, sem krafizt er hér til dæmis af sláturhúsum
til útflutnings, mjólkurbúum og fiskvinnslustöðvum.
4. Matvælainnflutningurinn verði skyldur að kosta mat íslenzkra yfirvalda
á framleiðsluaðstöðu, meðhöndlun og gæðum hinnar innfluttu vöru og
hlíta úrskurði um stöðvun á sölu, ef ekki er fullnægt sömu kröfum og
gerðar eru til íslenzkrar framleiðslu.
5. Hollustuvernd ríkisins verði gert fjárhagslega kieift að sinna hlutverki
sínu varðandi eftirlit með gæðum og hollustu matvæla.
II
1. Búnaðarþing bendir á þann möguleika að sameina nauðsynlegar rann-
sóknir og efnagreiningar fleiri stofnana hjá einni stofnun og nýta þannig
sem bezt tækjakost og mannafla með nauðsynlega sérfræðiþekkingu.
2. Búnaðarþing beinir því til rannsókna- og leiðbeiningaþjónustu landbún-
aðarins að gera það, sem í hennar valdi stendur, lil þess að koma í veg
fyrir hvers konar mengun búvöruframleiðslunnar á frumstigi. Sérstak-
lega bendir þingið á nauðsyn þess að herða eftirlit með innfluttum
fóðurvörum.
Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags Islands að fylgja þessu máli eftir
við viðkomandi aðila.
Mál nr. 40
Erindi Magnúsar Finnbogasonar um rœktun iðnskóga.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 23 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing vill vekja athygli Búnaðarsambands Borgarfjarðar, Búnað-
arsambands Kjalarnesþings og Búnaðarsambands Suðurlands á ræktun
iðnskóga (orkuskóga). Er hér um að ræða framleiðslu á kurlviði og iðnviði
úr Alaskaösp og kurlviði úr víði. Eru þessi búnaðarsambönd nefnd vegna
nálægðar við aðalkaupanda á kurlviði, Járnblendiverksmiðjuna á Grundar-
tanga.
Reynist áhugi á ræktun, skorar Búnaðarþing á Skógrækt ríkisins að beita
sér fyrir fjárveitingum, samkvæmt ákvæðum Skógræktarlaga um ræktun
nytjaskóga, til þessa verkefnis og vinna rannsókna- og skipulagsvinnu fyrir
þennan skógarbúskap.
Reynist verða markaður annars staðar í landinu fyrir kurlvið, þar sem
ræktunarskilyrði eru viðunandi, yrði unnið að á sama hátt.
188