Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 191
Mál nr. 41
Erindi búfjárrœ/ctarnefndar um endurskoðun reglugerðar um hestaflutn-
inga.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 25 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing vill að gefnu tilefni vekja athygli landbúnaðarráðuneytisins
á því, hvort ekki sé ástæða til að endurskoða reglugerð um hestaflutninga.
GREINARGERÐ:
Spurzt hefur, að slys hafi orðið við flutninga á hrossum í lofti og á landi,
sem ef til vill megi að nokkru rekja til óeðlilegra þrengsla í flutningatækjum
eða vöntunar á reglum um meðferð hrossa í flutningi. Því er ástæða til að
hugaað þessuefni ogm.a. kveða á um merkinguökutækja, semflytja hross.
Mál nr. 42
Erindi Jóseps Rósinkarssonar um meðferð ullar og rœktun sauðfjár með
tilliti til ullargæða.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 22 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing ályktar að vísa erindi Jóseps Rósinkarssonar til starfshóps,
er nú vinnur að úrbótum í ullarmálum á vegum Framleiðsluráðs landbúnað-
arins.
GREINARGERÐ:
Nýlega hefur fyrir forgöngu Framleiðsluráðs verið myndaður starfshópur
til að vinna að úrbótum í ullarmálum. Þar starfa meðal annarra ráðunautar
Búnaðarfélags íslands í sauðfjárrækt. Efni erindisins virðist falla undir
verkefni þessa hóps.
Mál nr. 43
Erindi allsherjarnefndar um endurskoðun laga nr. 4611985 um framleiðslu,
verðlagningu og sölu á búvörum.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 23 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing telur brýna þörf fyrir að endurskoða lög nr. 46/1985, meðal
annars með það að markmiði að fá fram skýr ákvæði um, hvernig tryggja
megi framleiðendum búvöru fulla greiðslu fyrir það framleiðslumagn, sem
er innan fullvirðisréttar, til dæmis þegar afurðastöðvar tapa andvirði
búvöru vegna gjaldþrota viðskipaaðila sinna og/eða verða gjaldþrota
sjálfar.
Því leggur þingið áherzlu á, að milliþinganefndin, sem kosin var á
Búnaðarþingi 1988, taki þegar til starfa og leiti enn eftir samvinnu við
Stéttarsamband bænda um þessa endurskoðun laganna.
189