Búnaðarrit - 01.01.1989, Blaðsíða 198
8. Pá leggur Búnaðarþing til, að 13., 19., og31. gr. gildandi búfjárræktar-
laga verði teknar upp í frumvarpið.
Greinargerð með frumvarpinu breytist eftir því, sem við á.
Búnaðarþing fellst því aðeins á, að þetta frumvarp verði lögfest, að
framangreindar breytingartillögur nái allar fram að ganga.
Búnaðarþing þakkar áhuga landbúnaðarnefnda Alþingis á samstarfi um
þetta mál við Búnaðarfélag íslands, sem fram kom við setningu aukaþings
Búnaðarþings og með sameiginlegu fundarhaldi með búfjárræktarnefnd.
Því felur Búnaðarþing stjórn Búnaðarfélags íslands að fylgja þessu máli
eftir með því að leita samstarfs við landbúnaðarnefnd efri deildar Alþingis,
sem nú fjallar um frumvarpið, um breytingar á því á grundvelli þessarar
ályktunar.
Greinargerð:
I. Hér er fyrst almennt vikið að nauðsyn lagasmíðarinnar og um leið minnt
á, að Búnaðarþing hafði fyrir stuttu frumkvæði að því að endurskoða lögin.
Yfirlýstum markmiðum stjórnvalda um samdrátt í fjárframlögum til búfjár-
ræktar hefði að nokkru verið náð á grundvelli þess frumvarps, sem þá var
samið, og hefði að sjálfsögðu mátt ná meiri samdrætti án þess að bylta
lagaforminu, sem óneitanlega losar mjög um steinana í þeirri hleðslu, sem
búfjárræktarkerfið er.
Búnaðarþing telur þó rétt að koma til móts við stjórnvöld og fallast fyrir
sitt leyti á breytingarnar, enda verði helztu ágallar frumvarpsins lagfærðir.
II. Um breytingartiilögur.
1. Orðskýringin á „búnaðarsamband“ er lagfærð nokkuð. Búnaðarsam-
bönd eru nú fyrst og fremst sambönd hreppabúnaðarfélaga (aðild
búgreinafélaga er þó til). Búfjárræktarfélög starfa samkvæmt gildandi
lögum í umboði búnaðarfélaga. Svigagreinin heldur opnum möguleika
á aðild þessara félaga að búnaðarsamböndum, ef til kæmi.
2. I greinargerð með frumvarpinu er vísað til þess, að ákvæðið sé hliðstætt
ákvæði í 2. málsgrein 4. greinar búvörulaga. Svo er þó ekki. Þar er
komizt svo að orði: „að fengnu samþykki Stéttarsambands bænda“.
Hér er því lagt til, að ákvæðið verði gert raunverulega hliðstætt.
3. 5. grein er breytt verulega, fyrst og fremst til samræmis við fyrri
málsgrein 4. greinar. Eru tekin af tvímæli um það, að búfjárræktar-
nefndir eru hluti af starfskerfi Búnaðarfélags íslands undir forustu
landsráðunautar þess í hverri búfjárræktargrein (nema öðru vísi sé
ákveðið samkvæmt 2. málsgrein 4. greinar). Eðlilegt er, að búgreinafé-
lög, sem uppfylla hin tilgreindu skilyrði, tilnefni bændahluta viðkom-
andi nefndar.
Fagráð, samstarfsvettvangur margra aðila, sem koma að málefnum
hverrar búgreinar til að samræma stefnumörkun, eru að byrja að
196