Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 203
Búnaðarþing leggur ríka áherzlu á, að frumvarp um Hagstofnun land-
búnaðarins verði lögfest á yfirstandandi löggjafarþingi að teknu tilliti til
athugasemda Búnaðarþings.
Þingslit
Við þingslit, sem fóru fram síðdegis 19. apríl, mælti forseti eftirfarandi
orð:
„Þá er komið að lokum þessa Búnaðarþings, sem staðið hefur yfir í tvo
daga og haldið fjóra fundi. Sjálfsagt verður þetta þing ekki talið með
merkustu þingum, þannig að það verði feitletrað á spjöldum sögunnar.
Þó ætla ég, að við séum öll sammála um, að það hafi verið nauðsynlegt,
þótt enginn geti nú um það sagt, hvort gerðir þess breyta nokkuð gangi
þeirra mála, sem um var fjallað.
Ég vil aftur nú í lokin lýsa hryggð minni yfir því, að ráðunautar vorir hafa
vegna verkfalls ekki talið sig geta verið viðstaddir, og ég vona svo
sannarlega, að þau sárindi, sem kringum svona átök hljóta að verða, komi
ekki niður á góðu samstarfi stjórnar Búnaðarfélags íslands og ráðunauta
félagsins í framtíðinni, eins og skilja má í bréfi ráðunautanna, að geti orðið.
Að svo mæltu þakka ég ykkur, góðir fulltrúar, störfin hér og sér í lagi
riturunum Sigurði Þórólfssyni og Ágústu Þorkelsdóttur í fjarverunni. Ég
óska ykkur öllum góðrar heimferðar og góðrar heimkomu.
Ég segi 73. Búnaðarþingi slitið.“
201