Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 207
b) Með greiðslu 65% af launum forstöðumanna ræktunarstöðva, sam-
bærileg við laun héraðsráðunauta, og 65% af launum fastráðins
aðstoðarfólks, sambærileg við laun frjótækna.
c) Með greiðslu 65% af launum frjótækna.
Landbúnaðarráðherra ákveður fjölda þeirra og viðmiðun um launa-
kjör með sama hætti og segir í 8. gr., að fengnum tillögum Búnaðar-
félags Islands. Sama gildir varðandi greiðslur til afleysingamanna
frjótækna vegna orlofa og veikinda.
Til stofnunar ræktunarstöðvar þarf samþykki landbúnaðarráðherra og
meðmæli Búnaðarfélags Islands. Ráðherra setur reglugerð um hverja slíka
stöð, að fengnum tillögum viðkomandi búfjárræktarnefndar.
10. gr.
Ríkissjóður greiðir kostnað við stofnun og rekstur sóttvarnarstöðva
vegna innflutnings búfjár og/eða erfðaefnis.
Landbúnaðarráðherra ákveður fjölda slíkra stöðva, umfang í starfsemi
þeirra og gerir áætlun um rekstur stöðvanna í samráði við búfjárræktar-
nefnd viðkomandi búgreinar.
11. gr.
Vegna sæðinga mjólkurkúa er búnaðarsamböndum eða öðrum er reka
sæðingastöðvar, heimilt að innheimta hjá mjólkurframleiðendum gjald af
allri innveginni mjólk í mjólkurbú. Gjaldið má að hámarki nema 0,7% af
grundvallarverði mjólkur eins og það er á hverjum tíma og ákvarðar stjórn
hlutaðeigandi sambands upphæð gjaldsins hverju sinni. Mjólkurbúum er
skylt að halda gjaldi þessu eftir af mjólkurverðinu og standa samböndum
skil á því mánaðarlega, enda hafi stjórnir þeirra tilkynnt búunum fyrir 1.
desember, að hve miklu leyti þær óski að nota þessa heimild á næsta ári.
Greiða skal úr ríkisskjóði styrk vegna sæðinga mjólkrukúa, er nemur
95,00 kr. á sædda kú á verðlagi ársins 1988. Skal styrk þessum varið til að
jafna flutningskostnað sæðis/ferðakostnað frjótækna á milli sambands-
svæða. Landbúnaðarráðherra ákveður nánar með reglugerð, að fengnum
tillögum Búnaðarfélags íslands, hvernig styrk þessum skuli ráðstafað, svo
og hvernig árleg verðlagsuppbót á hann skuli ákveðin.
12. gr.
Ríkissjóður greiðir laun aðstoðarfólks við uppgjör og úrvinnslu ræktun-
arskýrslna búfjár að hámarki 5 ársverk. Búnaðarfélag íslands ákveður
skiptingu þessara ársverka milli búgreina ef þörf krefur.
Ríkissjóður greiðir, eftir því sem fjárlög ákveða hverju sinni, framlög til
búfjárræktarstarfs á grundvelli búfjárræktarsamþykkta sbr. 7. gr. Búfjár-
ræktarnefndir skulu skila verk- og kostnaðaráætlun komandi árs til land-
búnaðarráðherra fyrir gerð fjárlaga hverju sinni ásamt greinargerð um
205