Búnaðarrit - 01.01.1989, Blaðsíða 213
Ákvæði 5. gr. um búfjárræktarnefndir felur það í sér, að störf
kynbótanefnda, í því formi sem þau hafa verið, falla undir verksvið
búfjárræktarnefndanna. Val á kynbótagripum er einn þáttur af mörg-
um sem ræktunarstarfið í hverri búgrein byggist á. Tilgreind ákvæði 5.
gr. koma ekki veg fyrir það, að búfjárræktarnefndir (eða fagráð) geti
falið kynbótanefndum að starfa áfram með líku sniði og þær hafa gert,
og annast framkvæmd á þessum afmarkaða þætti í ræktunarstarfinu,
sem er val á kynbótagripum og þá fyrst og fremst á gripum til notkunar
á ræktunarstöð sbr. 9. gr. Ákvörðun um störf kynbótanefnda yrði því
tekin af búfjárræktarnefndum.
b) Þessi liður kveður á um að búfjárræktarnefndir geri tillögur um
innflutning búfjár. Hann kemur að hluta til efnislega í stað IX. kafla
laga nr. 31/1973, greina 48-52, að báðum meðtöldum. Hins vegar
verður að gera ráð fyrir að IX. kafli laganna verði í gildi áfram þar til
fyrir liggur að innflutningi á gripum af Gallowaystofni sé lokið.
Þá má í þessu sambandi benda á, að frumvarp til laga um innflutning
dýra, sem áætlað er að leggja fyrir Alþingi næsta haust, og m.a. hefur
fengið umfjöllun Búnaðarþings, kveður á um mörg atriði sem innflutn-
ing kynbótagripa varða og marka þeim málum ákveðinn farveg.
c) Þessi liður segir að búfjárræktarnefndir skuli vera þeim sem annast
leiðbeiningar, rannsóknir, kennslu og búfjárvernd til ráðuneytis um það
sem lýtur að viðkomandi búfjártegund. Þar er m.a. átt við Búnaðarfé-
lag íslands, búgreinasamtök, búnaðarsambönd, búfjárræktarsambönd
og búgreinasambönd; Rannsóknastofnun landbúnaðarins; bændaskól-
ana og Genbankanefnd um búfé sbr. 16. gr. þessa frumvarps. Ráðgjöf-
in getur náð til skipulags, starfshátta, verkefnavals, kennsluefnis o.fl.
allt eftir því sem þiggjendurnir óska eftir að gefendurnir vilja leggja til.
Þessi liður tekur efnislega yfir þau ákvæði í lögum nr. 31/1973, sem
fjalla um leiðbeiningaþjónustu almennt og í köflum um einstakar
búgreinar.
Um 7. gr.
Greinin kveður á um að hvert búnaðarsamband skuli setja sér búfjárrækt-
arsamþykktir og fara með framkvæmd búfjárræktarmála á sínu svæði
ellegar fela þau verkefni einstökum búfjárræktarfélögum, búfjárræktar-
samböndum, búgreinafélögum eða búgreinasamböndum.
Með hliðsjón af þeirri þróun, sem verið hefur undanfarið varðandi
félagskerfi bænda þykir ástæða til að halda opnum sem flestum möguleikum
varðandi fyrirkomulag eða félagsform þannig að hægt sé að mæta breytileg-
um aðstæðum og skoðunum varðandi félagsformið.
Þessi grein kemur efnislega í stað ákvæða í lögum nr. 31/1973, um
tilhögun búfjárræktarmála hjá búnaðarsamböndum, hreppabúnaðarfélög-
um eða öðrum þeim sem þar eru tilgreindir.
211