Búnaðarrit - 01.01.1990, Qupperneq 12
Helstu viðfangsefni á árinu
Störf stjórnar voru meö heföbundnum hætti á árinu. Fjármál. Nokkuð
raknaði úr með fjárhagfélagsins á árinu. Þar kom einkum þrennt til. í fyrsta
lagi minna mannahald. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, sem sinnti hlunnind-
um og landnýtingu að hluta lét af störfum um áramót, en Árni Snæbjörns-
son tók við öllum leiðbeiningum um hlunnindi og Ólafur R. Dýrmundsson
öllum Iandnýtingarmálum. Gunnar Guðmundsson, fóöurráðunautur, fékk
launalaust leyfi í ár frá 1. febrúar, en sinnti þó með sérstökum samningi
leiðbeiningum fyrir fóðurstöðvar. Sigurjón Jónsson Bláfeld lét af störfum
sem loðdýraræktarráðunautur og tókst ekki að ráða í hans stað. Þá var Jón
Viðar Jónmundsson aðeins í hálfu starfi frá 1. ágúst. Á móti kom að
Kristinn Hugason kom í fullt starf sem ráðunautur í hrossarækt frá 1. ágúst.
í öðru lagi fékk félagið með samþykkt fjáraukalaga undir lok ársins
aukafjárveitingu, 8,5 milljónir króna, sem svaraði til þess halla, sem varð á
starfsemi félagsins undanfarandi fjögur ár.
Öllu verr gekk að fá greitt úr þeim vandræðum, sem endurteknar
vanefndir á fjárframlögum til jarðræktar- og búfjárræktarlaga hafa leitt yfir
bændur og búnaðarfélagsskapinn.
I byrjun árs voru ógreiddar kr. 81 milljón vegna jarðabóta, sem unnar
voru á árinu 1987. Hluti þeirrar upphæðar, kr. 71,8 milljón var greiddur á
miðju ári með nokkrum verðbótum, en að fullu voru þessi framlög ekki
greidd fyrr en í árslok.
Heildarframlög vegna framkvæmda á árinu 1988 námu 169,9 milljónum
króna. Af þeim var aðeins hægt að greiða 28,2millj. kr. vegna framræsluog
11,9 millj. kr., sem fengust sem aukafjárveiting og greiddar voru vegna
loðdýraskála. Nú um áramótin voru því ógreiddar 129,8 millj. kr. vegna
framkvæmda 1988 (miðað við framlögin óbætt).
Af búfjárræktarframlögum, sem áttu að greiöast á árinu 1988, voru
ógreiddar kr. 25,7 millj. og kr. 49,9 milljónir vantaði til að hægt væri að
greiða lögboðin framlög á árinu (vegna starfsemi ársins 1988).
Með fjáraukalögum, sem samþ. voru fyrir jólin, fengust fjármunir til að
greiða upp halann á búfjárræktarlögum frá 1988, þ.e. 35,5 millj. kr. með
verðbótum. Enn fremur fékkst þá fyrst endanlegt uppgjör á jarðræktar-
framlögum vegna framkvæmda á árinu 1987.
Mikið af tíma stjórnar, búnaðarmálastjóra og skrifstofustjóra fór lil aö fá
þetta leiðrétt og ekki síður til að berjast fyrir eðlilegum fjárveitingum lil
félagsins og til búfjárræktar- og jarðræktarframlaga við undirbúning og
afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1990.
Fyrst ber að nefna, að vitneskja barst um að ekki væri ætluð fjárveiting lil
Búreikningastofunnar á árinu 1990 í fjárlagatillögum. Reynt var með öllum
ráðum að fá þetta leiörétt en án árangurs. Að þessu verður vikið síðar.
10