Búnaðarrit - 01.01.1990, Síða 15
varö þá að leita afbrigða til að lcysa málin. Það geröi óhægarara um vik hve
seint talningin gat farið af stað. í allmörgum hreppum hafði vorskoðun
þegar farið fram er gögnin bárust og þurfti þá að fara aukaumferð á bæina.
Eins voru hross sums staðar farin af húsi og varð að telja þau í högum, þar
sem ekki þótti fært að gefa fyrirmæli um smölun þeirra.
Þann tíma sem mest var umleikis í sambandi við talningamálin stóð
verkfall náttúrufræðinga og gat Pétur Þór Jónasson, sem annast forðgæslu-
málin, því ekki svarað fyrir þau og kom það því í hlut undirritaðs, sem gerði
lítið annað þessar vikur en að svara í síma eða hringja í umsjónarmenn.
Pétur Þór annaðist hins vegar bæði allan undirbúning og síðan úrvinnslu
gagnanna af stakri prýði.
Niðurstöður talningar urðu þær í sem stystu máli, að forðagæsluskýrslur
eru mjög ábyggilegar að því undanskildu, að hross reyndust allverulega
vantalin í þeim. Samkvæmt talningunni voru hrossin 72.152 í landinu, en
töldust 63.606 á forðagæsluskýrslum. Þetta kann að stafa af því, að þegar
forðagæsluskýrslur eru teknar er mikið um að hross séu í hagagöngu og þá
ekki alltaf hirt um það að telja öll aðkomuhross á bæjum.
Bókhaldsmúl og Búreikningastofa landbúnaðarins. Þessi mál voru mjög
mikið til umfjöllunar hjástjórnogstarfsfólki B.í á árinu. Þar kom tvennt til.
Sett voru lög um hagþjónustu landbúnaðarins (lög. nr. 63 frá 29. maí 1989)
og með þeini voru lög um Búreikningastofu landbúnaðarins numin úr gildi.
Þó meö þeim bráðabirgðaákvæðum, að á meðan Hagþjónustan og bók-
haldsstofur búnaðarsambandanna gætu ekki sinnt þeim hlutverkum, sem
þeim eru falin með lögunum, skyldi Búnaðarfélag íslands og Búreikninga-
stofan starfa með þeim réttindum og skyldum, sem í nýju lögunum felast.
í öðru lagi var sú ákvörðun fjármálaráðuneytisins kynnt er komið var
fram í október að nú skyldu lög um virðisaukaskatt taka gildi og virðisauka-
skattur tekinn upp frá áramótum.
Hvort tveggja kallaði þetta á að unnið yrði ötullega að eflingu bændabók-
halds á vegum búnaðarsambandanna. Sjálfsagt þótti aö tengja það saman,
að leiðbeiningaþjónustan kynnti virðisaukaskattsmálin fyrir bændum, að
búnaðarsamböndin byggju sig í stakk til að veita bændum aðstoð við
skattskilin og að það yrði hvati til að bændur sæju sér hag í því aö vera með í
bókhaldi hjá bókhaldsstofum búnaðarsambandanna.
Þegar var haft samband við fulltrúa ríkisskattstjóra um hinar tæknilegu
hliðar virðisaukaskattsmálsins og kom hann til viðræðna við fólk B.l.
Þá var haldinn fundur með héraðsráðunautum þar sem þeim voru kynnt
málin.
Síðan hefur virðisaukaskatturinn verið tengdur þeirri vinnu, sem unnin
hefur verið að skipulagi og eflingu bændabókhalds.
13