Búnaðarrit - 01.01.1990, Side 16
Milliþinganefnd Búnaðarþings, sem kosin var í samræmi viö ályktun í
málum nr. 30 og 37 á reglulegu Búnaðarþingi, hefur átt mikinn og góöan
þátt í framvindu þessa máls.
I fyrsta lagi beitti hún sér fyrir því, aö stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaö-
arins ákvað að verja 12 millj. kr. á árunum 1990 og ’91 til að styrkja
búnaðarsamböndin til að efla bændabókhald.
Nefndin kvaddi formenn búnaðarsambandanna til fundar í Bændahöll-
inni 31. október og var þar rætt um skipulagningu bændabókhalds hjá
búnaðarsamböndunum og skiptingu nefndra fjármuna á milli þeirra. Fessa
fundar verður nánar getið síðar.
I framhaldi af þessum fundi og eftir miklar viðræður við ýmsa aðila gerði
milliþinganefndin þær tillögur til stjórnar Búnaðarfélagsins, aö gerður yrði
samningur viö hugbúnaðarstofu um gerð nýs forrits fyrir bændabókhaldið.
Þó að um þá leið væru deildar meiningar meðal þeirra, sem að þessum
málum hafa helst staðið, féllst stjórnin á þctta og var slíkur samningur
gerður 1. desember við Hugmót sf. (Ingólf Helga Tómasson), enda lá fyrir
trygging fyrir því að kostnaðurinn fengist borinn uppi af peningum úr
Framleiðnisjóði landbúnaðarins.
Katli A. Hannessyni var falið að vera verkefnisstjóri og vinna að þessari
endurskipulagningu á bændabókhaldi meö Halldóri Árnasyni.
Að þessum málum hefur síðan verið unnið sleitulaust svo sem nánar mun
koma fram í skýrslum þeirra Ketils og Halldórs.
Eins og að framan er getið fékk B.í. enga fjárveitingu til að starfrækja
Búreikningastofuna á yfirstandandi ári. Ljóst var þó aö í fyrsta lagi þurl'ti aö
kosta uppgjör á búreikningum frá liðnu ári og í öðru lagi var það ósk
stjórnar Hagþjónustunnar að Búreikningastofan hefði búreikningahald á
árinu 1990.
Þegar afgreiðsla fjárlaga lá fyrir var þegar leitaö til landbúnaðarráðherra
og reynt að fá þessi mál á hreint annað hvort með fyrirheiti um aukafjárveit-
ingu á árinu, sem tryggði að Búreikningastofan gæti starfað, eða þá til að
greiða starfsfólkinu nauðsynleg biðlaun ef starfsemin legðist niöur þegar frá
áramótum. Eftir sérstakan fund í stjórn Hagþjónustunnar með fulltrúa
ráðuneytisins, sem haldinn var nú 5. janúar, og síðan fund búnaðarmála-
stjóra með landbúnaðarráöherra gaf ráðherra með bréfi dagsettu 8. janúar
fyrirheit um aukafjárveitingu til þess að Búreikningastofan gæti lokið
uppgjöri reikninga frá 1989 og að starfslok yrðu eftir það með eðlilegum
hætti.
Samstarfsnefndir og nefndir
sem vinna að framgangi einstakra mála
Markaðsnefnd landbúnaðarins starfaði framan af árinu með svipuðum
hætti og áður, þ.e. hafði starfsmann. Um mitt árið var nýr formaður
skipaður, Árni Níels Lund, og var þá tekið með nýjum hætti á málum, þar
14