Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 22
hátíð Búnaðarfélags Skeiðahrepps í Brautartúni 9. júní og hundrað ára
afmælishátíð Búnaðarfélags Kirkjubæjarhrepps 1. júlí. Búnaðarmálastjóri
sat aðalfund Búnaðarsambands Vestfjarða á Birkimel 6.-7. júlí. Hann
mætti á aðalfundi Landssambands hestamannafélaga í Hveragerði 27.
október, en þar var minnst 40 ára afmælis sambandsins. Þá sat búnaðar-
málastjóri aðalfund Ferðaþjónustu bænda á Efstalandi í Ölfusi 20. október,
og aðalfundi Æðarræktarfélags íslands, Félags hrossabænda og Sambands
íslenskra loðdýraræktenda, sem allir voru haldnir í Bændahöllinni.
Utanlandsferd. Undirritaður fór eina ferð til útlanda á árinu til setu á
stjórnarfundi NBC í Osló 16.-17. mars. Ferðin var auk þess notuð til
tveggja daga heimsóknar að Asi.
Auk þessa voru ýmsar skemmri ferðir farnar til fundahalda eða í öðru
tilefni.
Erlendir gestir
Búnaðarfélag Islands bauð prófessor Harald Skjervold frá Ási í Noregi að
koma til landsins í kynnisferð og til að halda fyrirlestra um málefni og
möguleika fiskeldis. Leitað var til Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og
Landssambands fiskeldis- og - hafbeitarstöðva, sem féllust á að standa að
boðinu.
Dr. Harald Skjervold var prófessor í kynbótafræði búfjár og er vel
þekktur fyrir árangursrík brautryðjendastörf á því sviði, en hin síðari ár
hefur hann einkum helgað sig málcfnum fiskeldis enda átti hann þátt í
þróun þess frá upphafi í Noregi. Harald Skjervold og kona hans komu til
landsins 14. september og fóru þann 18. Þann 15. sept. hélt hann þrjú
erindi: um fiskeldi almennt, þróun þess og framtíðarmöguleika, um
erfðablöndun á milli villtra og ræktaðra laxastofna og um fisk sem sérstakan
heilsugjafa. í þessu síðastaerindi fjallaði hann um nýja vitneskju manna um
það, að fæða, sem er rík af svonefndum Omega-3 fitusýrum, vinnur gegn
hjarta- og æðasjúkdómum og jafnvel fleiri menningarsjúkdómum. Þessar
fitusýrurereinkum að finna í feitum fiski úr köidum sjóeða vötnum svosem
laxi, silungi og öðrum feitum og norðlægum fisktegundum. Með því að
kynbæta lax og silung þannig að hann verði ríkari af þessum fitusýrum telur
Skjervold mega stórauka vinsældir þessa eldisfisks og bæta markaðsmálin.
Fyrirlestrarnir voru vel sóttir og erindin vöktu mikla athygli og urðu til
hvatningar fyrir fiskeldismenn og sérfræðinga á þessum sviðum.
Farið var í kynnis- og skoðunarferðir með þau Harald og konu hans til
allmargra fiskeldisstövða á Suðurlandi og Reykjanesi. Þær ferðir voru
lærdómsríkar þar sem margt var rætt um faglega og hagnýta þætti fiskeldis.
20