Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 23
Amerískur prófessor C. Gay frá háskólanum í Utah, kom hingað á
vegum Landgræðslu ríkisins. Hann flutti mjög fróðlegt erindi unr aðferða-
fræði við leiðbeiningar í iandbúnaði fyrir ráðunauta B.í. o.fl. lrinn 4.
október.
Aður lrefur verið getið tveggja erlendra fýrirlesara á Ráðunautafundi.
Grænlenskir sauðfjárræktarnemar
Búnaðarmálastjóri og Eiríkur Helgason önnuðust vistun og fyrirgreiðslu
við grænlensku sauðfjárræktarnemana. Dvalarárið 1988-’89 voru þeir níu
talsins. Fimm luku dvöl á miðju árinu 1989. Þrír nýir nemar komu í byrjun
nóvember ogfjórir I júka dvölinni á nriðju sumri 1990. Nú eru hérsex nemar
á eftirtöldunr bæjum: Gilsbakka, Stóru-Giljá, Leirhöfn, Ytra-Álandi,
Gunnarsstöðum og Sauðanesi.
Forfallaþjónustan
Búnaðarfélagið annast senr fyrr yfirunrsjón nreð forfallaþjónustunni og
höfðu þau Þorbjörg Oddgeirsdóttir og Gunnar Hólmsteinsson hana með
höndum.
Stóðhestastöð
Búnaðarfélagið sér unr fjárhagslegan rekstur Stóðhestastöðvarinnar í
Gunnarsholti. Eiríkur Guðmundsson var umsjónarmaður og Rúna Einars-
dóttir vann með honum að tamningu. Ekkert var hægt að vinna að byggingu
á nýju húsi fyrir stöðina á árinu, þar senr hin takmarkaða fjárveiting nægði
aðcinstilað greiðafyrirframkvæmdir, sem unnarvoru 1988. Hinsvegarvar
tekinn í notkun nýr sýningarvöllur fyrir stöðina á vorsýningu. Honum var
komið upp fyrir dugnað stjórnarformannsins, Sveins Runólfssonar, land-
græðslustjóra, og starfsfólksins í Gunnarsholti.
Stofnverndarsjóður
Stofnverndarsjóður fyrir íslenska hrossastofninn er í vörslu B.í. í stjórn
sjóðsins eiga sæti Þorkell Bjarnason, sem er formaður, Ingimar Sveinsson,
Leifur Kr. Jóhannesson, Páll Pétursson og Þorgeir Sveinsson. Sjóðurinn
veitir hrossaræktarsamböndum lán og styrki til kaupa á úrvals stóðhestum.
Nánar er greint frá sjóðnum í skýrslu Þorkels Bjarnasonar.
Bændahöllin
Búnaðarfélag íslands á Bændahöllina að tveimur þriðju á móti Stéttarsam-
bandi bænda.
Stjórn Bændahallarinnar á s.l. ári skipuðu Olafur E. Stefánsson og Hjalti
21