Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 25
Jarðrækt
I. Skýrsla Óttars Geirssonar
Jarðabœtur. Á árinu 1989 var ýmiss konar
vinna í tengslum við framkvæmd jarðræktar-
laga aðalverkefni mitt lijá Búnaðarfélagi
íslands. Jarðræktarlögum var breylt á árinu
og í tengslum við þær lagabreytingar voru
gerðar tillögur að reglugerð með lögunum,
en reglugerð liefur ekki verið gefin út með
þeim enn.
Fyrstu mánuðir ársins fóru einkum í að
reikna út framlög og ganga frá ýmsu vegna
jarðabóta ársins 1988 og reyndar 1987, en
síðustu greiðslur framlaga til jarðabóta þess
árs voru inntar af hendi í sumar og haust, eftir
að verðbætur höfðu verið reiknaðar á þau.
Samkvæmt breytingum á jarðræktarlögum fá nú ekki aðrir en þeir, sem
sótt hafa um framlög til jarðabóta og fengið jákvætt svar við umsókninni,
greitt ríkisframlag til þeirra. Það fór nokkur tími hjá mér í að undirbúa
umsóknareyðublöð og vinna úr umsóknum sem bárust, en þær áttu að vera
komnar til Búnaðarfélagsins fyrir 15. september til að öruggt væri að þær
kæmu til greina við úthlutun framlags á árinu 1990. Nú þegar ljóst er, hve
mikið fé verður til úthlutunar, er vinna við að svara þeim, sem fá framlag,
°g skera úr um hverjir það verða, öll eftir.
Þrátt fyrir óvissu um greiðlsu framlaga og hvatningu til bænda um að
draga úr framkvæmdum þetta árið svo sem kostur væri, hafa að sjálfsögðu
nokkrar jarðabætur verið unnar á árinu. Hjá sumum þeirra hefur ekki verið
nnnt að komast. Bráðabirgðaútreikningar sýna, að í heild eru jarðabætur
röskur helmingur þess sem var árið 1988, en þær voru al'tur töluvert minni
en árin á undan. Yfirlit yfir jarðabætur árið 1988 fylgir hér með.
Vegna kalskemmda á s.l. vori urðu margir að vinna upp illa kalin tún og
sá í þau að nýju og hefur það trúlega einhver áhrif haft í þá átt að ræktun
dróst lítið saman frá fyrra ári.
Leiðbeiningar og fræðsla fór einkum fram gegnum síma, en einnig með
greinum og útvarpserindum. Eg skrifaði 3 greinar í Frey og flutti 2 erindi í
Búnaðarþætti í Ríkisútvarpinu. Þá er ég einnig ritstjóri Handbókar bænda
ásanit með Matthíasi Eggertssyni.
23