Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 34
Garðyrkjuráðunauturinn
Störf mín á árinu 1989 voru, eins og við var
að búast, einkum í þágu garðyrkju og garð-
ræktar, bæði fyrir atvinnu- og áhugamenn.
Þar af fór mestur tími í að sinna ýmiss konar
ræktunarleiðbeiningum fyrir garðyrkju-
bændur. Mikið var um símahringingar og
nokkuð um bréflegar fyrirspurnir, sem ég
reyndi að svara eftir bestu getu. Eftir því sem
tök voru á, var reynt að heimsækja mikilvæg-
ustu garðyrkjuliverfin reglulega. Erfið færð í
upphafi ársins og verkfall að vori trufluðu
þessar áætlanir mikið, en þó voru flestar
garðyrkjustöðvar heimsóttar tvisvar til
þrisvar sinnum á árinu.
Uppskera útiræktaðs grænmetis var í heild góð. Þar eð voraði seint og
sumarið var blautt og frekar svalt sunnanlands, var uppskeran oft í seinna
laginu. í september var víða álitamál hvort seinsprottnar tegundir, einkum
hvítkál, myndu ná fullum þroska, en þar sem veður var ákaflega milt fram
eftir nóvember náðu flestar plantnanna að skila góðri uppskeru. Ræktun
kínakáls jókst mikið frá síðasta ári og hefur ræktun þess aukist jafnt og þétt á
síðustu árum. Ennfremur var um nokkra aukningu að ræða í hvítkáli, en
ræktun annarra tegunda var svipuð og á síðasta ári.
Lítil breyting var á framleiðslu grænmetis úr gróðurhúsum frá síðasta ári,
nema ræktun papriku jókst nokkuð.
Sala grænmetis var í heild treg á síðasta ári, rétt eins og undanfarin ár, og
hefur verð til framleiðenda á síðustu árum ekki verið í samræmi við þróun
tilkostnaðar. Eiga íslendingar enn langt í land að ná nágrannaþjóðunum í
neysiu grænmetis.
Uppskera kartaflna var í heild í slöku meðallagi og víða léleg, nema á
Hornafirði þar sem hún var góð. Uppskeran var ívið seinni en í meðalári
sunnanlands, þar eð voriö var svalt. Norðanlands leysti snjóa mjög seint,
garðar voru því lengi blautir og kaldir og því seint sett niður.
"riltölulega litlar breytingar voru í framleiðslu blóma frá síðasta ári. en þá
var unt umtalsverða aukningu að ræða í framleiðslu afskorinna blóma og
hélst sú aukning á árinu. Óvenju mikil afföll voru í sölu afskorinna blóma
snemma vors. Afföllin voru að venju mikil yfir hásumarið, en voru þolanleg
Gurðar R. Árnason
32