Búnaðarrit - 01.01.1990, Síða 36
Nautgriparæktin
I. Skýrsla Olafs E. Stefánssonar
Hreinrœktun Galloway hjarðarinnar í
Hrísey. Búnaðarfélag íslands hefur lögum
samkvæmt á hendi hreinræktun Galloway
holdakynsins. Hef ég séð um þessa ræktun á
Einangrunarstöðinni í Hrísey frá byrjun, en
sæðingar á kvígum, sem fluttar voru þangað á
2. ári sumarið 1975, hófust ári síðar. Var
sæðið flutt inn djúpfryst frá Skotlandi og til
þess valin tvö naut. Var annað þeirra af ljósu
afbrigði kynsins (dun) og hét Repute ofCastle
Milk (hlaut skammstöfunina R.O.C.), hitt af
afbrigðinu Belted Galloway, sem er svart
með breiða, hvíta gjörð um bolinn miðjan.
Það hét Burnside Remarkable (sk.st. B.R.). Fyrstu kálfarnir í Hrísey undan
þessum nautum fæddust á miðju ári 1977. Síðan hefur verið flutt inn sæði úr
þremur Galloway nautum í Skotlandi. Þau eru: Grange Covenanter (sk.st.
G.C.), Plascow Conquest (sk.st. P.C.) og Glenapp Laird (sk.st. G.L.), öll
svört, sem er algengasti litur kynsins. Flutt hefur verið út til fleiri landa sæði
úr þessum nautum, og eru tvö hin síðasttöldu meðal nauta, sem stór
sæðingarstöð í Þýzkalandi auglýsir sæði úr nú. Hreinræktunin í Hrísey er nú
langt á veg komin, en þaö hefur tafið fyrir ræktuninni, hve smá hjörðin erog
hve fáar kvígur fæddust fyrstu árin.
Á stöðinni eru nú í árslok 1989 18 bornar kýr. Af þeim eru 15 að 3. ættlið
(87/2% Galloway), fæddar 1984-87, og þrjár að 4. ættlið (94% Galloway),
fæddar 1987. Síðustu kýrnar að 2. ættlið voru felldar á árinu. Óbornar
kvígur og kvígukálfar eru 23. Af þeim eru 7 að 3. ættlið (ein fædd 1987, sex
árið 1988), 14 að 4. ættlið, fæddar 1988-89, og tvær að 5. ættlið (97%
Galloway), fæddar 1988-89.
Naut og nautkálfar á stöðinni eru alls 18, fædd 1987-89. Eru 12 þeirra að
4. ættlið og 6 að þriðja. Af þeim eru 8-10 ætluð til nokkurrar sæðistöku.
Sæði er til úr eldri nautum, og gert ráð fyrir, að 13 naut verði notuð til
sæðinga í landi árið 1990 ogí lok þessárs verði um 18 þús. sæðisskammtar úr
nautum að 4. ættlið meðal sæðisbirgða. Alls eru á stöðinni í árslok 1989 59
gripir. Tilraunir með fósturvísa halda áfram þrátt fyrir fæð gripa, sem tefur
fyrir árangri og raskað hefur nokkuð burðartíma.
Ólafur E. Stefánsson
34