Búnaðarrit - 01.01.1990, Side 38
eldri aðalgreinum búfjárræktar: ræktun mjólkurkúa og sauðfjár. Ákvæði
um þetta voru til í frumvarpi, sem Búnaðarþing hafði sent landbúnaðar-
ráðuneytinu. í tilefni þessa skrifaði ég bæði landbúnaðarráðherra og
formönnum landbúnaðarnefnda Alþingis, en allt kom fyrir ekki. Þessi
þáttur var skilinn eftir, er frumvarp að nýjum búfjárræktarlögunr var lagt
fram og samþykkt.
Þá var næst að fara rækilega yfir hin nýju búfjárræktarlög og leitast við að
gera sér og framleiðendum nautgripakjöts grein fyrir, hvað helzt væri til
ráða. Skrifaði ég grein um það í Frey (12. hefti), er ég nefndi Ný
búfjárrœktarlög og nautakjötsframleiðsla.
Hinn 13. sept. skrifaði búnaðarmálastjóri okkur ráðunautum félagsins að
ósk stjórnar, þar sem við vorum beðnir að taka saman það, sem við vildum
leggja til mála út af bréfi ráðgjafahópslandbúnaðarráðherra til félagsins unt
viðhorf mismunandi búgreina og stofnana, sem taka þyrfti tillit lil við
mótun og framkvæmd nýrrar landbúnaðarstefnu. Samdi ég og sendi
búnaðarmálastjóra ýtarlega greinargerð undir fyrirsögninni: Eðlileg hlut-
deild nautakjöts íkjötframleiðslu landsmanna. Tók ég fram í bréfi, að gefnu
tilefni í bréfi nefndarinnar, að samantekt mín væri miðuð við, að ég gæti
notað hana alla, að hluta til eða endursamda, opinberlega í ræðu eða riti á
eigin ábyrgð, svo sem verið hefur í starfi okkar ráðunauta félagsins til þessa.
Þessa greinargerð notaði ég síðan sem uppistöðu í tvo búnaðarþætti, sem ég
flutti í ríkisútvarpinu 23. og 30. okt. Búnaðarblaðið Freyr óskaði síðan eftir
að birta þessi útvarpserindi, sem verður nú upp úr áramótum.
í ársbyrjun skrifaði ég grein, sem birtist í 4. hefti Freys, um holdanaut til
notkunar í landi árið 1989. Var um að ræða 13 naut í Hrísey, sem sæði hefur
verið tekið úr. Fylgdi greininni lýsing á nautunum og tafla um þunga þeirra
á ýmsum aldri. Samsvarandi grein um holdanaut til notkunar árið 1990
skrifaði ég nú í árslok, og mun hún birtast í blaðinu í marz n.k. Að venju
tók ég saman skrá yfir þessi naut til birtingar í Handbók bænda (1990).
Loks skrifaði ég í vetrarbyrjun grein í Handbók bænda 1990, er ég nefndi
Nautgripakjöt. í henni er fjallað um þróun í framleiðslu nautakjöts síðasta
áratuginn, skýrðar nýjar matsreglur um nautakjöt, sem gildi tóku 1. sept.
1988, og að hvaða leyti þær eru frábrugðnar eldri matsreglum. Loks eru í
greininni leiðbeiningar um val á gripum til kjötframleiðslu. Við samningu
greinarinnar vann ég úr gögnum Framleiðsluráðs landbúnaðarins um
slátrun nautgripa og flokkun skrokka af þeim í sláturhúsum. I árslok útbjó
ég veggspjald með myndum af þeim fimnr Gallowaynautum í Bretlandi,
sem sæði hefur verið notað úr við hreinræktun hjarðarinnar í Hrísey, og
verður það m.a. sent búnaðarsamböndum.
Hinn 30. jan. sat égfund 16manna um stofnunfagráðsí nautgriparækt og
fagráðsfund 17. nóv. aðóskbúnaðarmálastjóraogformannskynbótanefnd-
ar. Þá sat ég ráðunautafund félagsins að hluta.
36